Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 167
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
manna, að eitthvert slys muni hafa hent hann um daginn, sem
hafi hindrað göngu hans, svo hann komst ekki heim. Benti slóð
hans á það. Hundur hans sat hjá líkinu, er það fannst. Sannaðist
þar hið fornkveðna, eins og oft áður, að „það segir fátt af einum“.
Þessa sömu nótt varð maður úti í nánd við Siglufjarðarskarð,
Einar að nafni, frá Siglufirði, en félagi hans komst með herkjum
til byggða.
Nóttina eftir að Olafur heitinn varð úti, dreymir litla stúlku
hér í sveitinni, 11 ára, að henni þykir Olafur koma til sín og
biðja hana að sjá um, að kindurnar, sem hann hafði verið að eltast
við, er hann meiddi sig, verði sóttar hið fyrsta. Litla stúlkan sagði
draum sinn, og nokkrum dögum síðar fóru menn að leita og
fundu tvær kindur, einmitt á þeim slóðum, er búist var við, að
hann hefði leitað; báðar dýrstyggar.
Alltaf eru margar skemmtanir og mikið um glaðværð í hérað-
inu, enda eru Skagfirðingar lengst við það kenndir. Mest ber á
þessu sýslufundarvikuna, eins og í gamla daga. Þá gefa menn sér
ætíð tíma, bregða sér á Krókinn, og dvelja þar 3—4 daga. Þá eru
oftast ýmsir fundir haldnir, auk sýslufundarins, sem nú er farinn
að standa á aðra viku. Seinni hluta vikunnar eru einatt umræðu-
fundir. Eru þar ýms mál reifuð, bæði til fróðleiks og nytja. Ymis
af þeim málum hafa síðar komið til framkvæmda í héraðinu og
orðið til þess að auka framfarir þess á ýmsan hátt. Auk þessa eru
sýndir sjónleikir, kvikmyndir, söngur og upplestur, og allt er gert
til þess að hressa sálina sem bezt; enda er þetta almennt nefnd
„sæluvikan".
I sumar var haldin ein meiri háttar samkoma að Hólum í
Hjaltadal. Var það í tilefni af 50 ára afmæli Hólaskóla. Stóð
hátíðin í tvo daga, 26.—27. júní. Fyrri daginn söfnuðust kennar-
ar og nemendur skólans saman á Hólum, og var sá dagur ein-
göngu helgaður afmælinu. Höfðu Hólasveinar fjölmennt, og var
dagurinn hin ánægjulegasti. Þar minntust menn hlýlega stofn-
anda skólans, Jósefs J. Björnssonar, kennara á Vatnsleysu. Hefir
gamli maðurinn nálega óslitið starfað við skólann frá því hann
165