Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 105
BARNAFRÆÐSLA í AKRAHREPPI
en fáfróð og skilningur ekki góður. Eitt var slæmt við þessa at-
hugun þeirra, og er því ekki hægt að taka fullkomið mark á henni:
Þeir stefndu saman börnunum úr sóknunum til prestanna og létu
þá yfirheyra þau í sinni viðurvist. En það er alls ekki víst, að öll
börn hafi komið, og er þá líklegt, að þau allsófróðu og ólæsu hafi
setið heima. Ekki er heldur hægt að átta sig á aldri barnanna, en
gizkað hefur verið á aldurinn 12-17 ára.
Astandið í Miklabæjarprestakalli árið 1840 er, eftir sögn séra
Jóns Jónssonar á Miklabæ, allsæmilegt. Margir voru skrifandi og
þekkingu á trúarbrögðum fór ekki aftur (sbr. Sýslu- og sókna-
lýsingar 1839-1873, II Skagafjarðarsýsla: 1954, 96-102). Úr
Flugumýrar- og Hofsstaðasókn er til skýrsla eftir séra Jón Hall-
dórsson, og kemur þar fram, að margir eldri sem yngri kunni að
draga til stafs og nokkrir séu vel skrifandi. „Siðferði manna má
hér teljast í betra lagi, þekkingin vex og hleypidómar útrýmast.
Hafa hér um hríð engir óknyttir framdir verið.“ Hann sagði fólk
frekar kirkjurækið. „Foreldrar og húsbændur halda börnum og
hjúum til sæmilegra siða og þekkingar; annars er fólkið velviljað
í orði og verki“ (Sýslu og sóknalýsingar 1839—1873, II Skaga-
fjarðarsýsla: 1954, 107).
Arið 1839 segir séra Páll Erlendsson um Miklabæjar- og Hofs-
sóknir: „Skriftarkunnátta nokkur. En trúrækninni sjálfri fer víð-
ast aftur, og kemur vafalaust til af þeim sagna- og rímnaþvættingi,
sem nærri hvert hús er fullt af og verið er að frambjóða árlega,
... svo Messías, hvar efni, þankar og orðfæri er allt guðdómlegt,
og þó mætti hann nú leita sér þakka að fá að vera saurblað utan
um eftirmæli Andra og annarra þess háttar karla, sem láta högg
mæta höggi og skammir skömmum.“ (Sýslu- og sóknalýsingar
1839-1873, II Skagafjarðarsýsla: 1954: 141).
Foreldrarnir í Akrahreppi hafa séð um fræðslu barna sinna
undir umsjón prestanna, eins og í öðrum hreppum landsins. Bréf
frá norðlenzkri konu, sem skrifar í Norðanfara 1870, lýsir vel
því ástandi, sem virðist yfirleitt vera á heimilum:
103