Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 168
SKAGFIRÐINGABÓK
stofnaði hann; og enn kennir hann við skólann. Hefir hann ailtaf
þótt ágætiskennari. Nemendur heiðruðu hann, auk annarra, með
því að gefa honum fagurt málverk af Hólum eftir Gunnlaug
Blöndal listmálara. Hefir skólinn oftast verið vel sóttur og margir
ágætismenn verið þar skólastjórar og vel vandað til kennaraliðs,
enda margur duglegur bóndi þaðan komið, og víst er um það,
að skólinn hefir markað margt merkilegt sporið í búnaðarsög-
unni hér norðanlands þessi ár, síðan hann var stofnaður.
Seinni daginn mátti svo hver koma sem vildi að Hólum, og
var það héraðshátíð. Var þar hinn mesti fólksfjöldi saman kom-
inn, ekki aðeins úr héraðinu, heldur norðan af Akureyri, utan af
Siglufirði og vestan úr sýslum og alla leið sunnan úr Reykjavík.
Var gizkað á, að þar mundi saman komið 1500—2000 manns.
Voru þar margar snjallar ræður fluttar, og Geysir, söngflokkur
af Akureyri, söng við og við um daginn af sinni alkunnu snilld.
Nýársdag, 1933.
1933
Veturinn frá nýári var mjög snjóléttur fram eftir og
beit sæmileg, en seinni parturinn var allt verri. Ekki svo að skilja,
að væri nein fannfergja, heldur voru alltaf öðru hvoru þeir fá-
dæma rosar og skakviðri. Mátti stundum heita stóra stormur út
vikuna, af hvaða átt sem blés, og nýttist því beitin ekki sem skyldi.
Veturinn varð því gjaffrekari en ella. Nokkru fyrir páskana gekk
hann í hríðarkafla, sem stóð fram yfir sumarmál, óslitið. Var sum-
um ekki farið að lítast á, því hey gengu óðum upp, þegar allar
skepnur voru nú komnar á gjöf, því öllu þurfti inni að gefa. En
með maíbyrjun tók að bregða til hins betra með tíðina, og 8. maí
var batinn kominn fyrir alvöru, og úr því mátti heita hver dagur-
inn öðrum betri, og hélzt sú blíða allan sauðburðinn, sem gekk
framúrskarandi vel. Sprettan var einnig alveg framúrskarandi, svo
166