Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 154
SKAGFIRÐINGABÓK
nema einn. Það var 14 ára piltur, Ingibergur, sonur Helga Jóns-
sonar bónda á Hafgrímsstöðum. Ingibergur var nú vinnumaður
hjá Ingvari Jónssyni, bónda á Hóli, og gangnamaður hans. Um
kvöldið fóru nokkrir menn að leita að Ingibergi, en myrkur skall
yfir þetta kvöld, eins og önnur haustkvöld, og var þá leitinni
hætt. Yeður var gott næstu nótt, en þó voru gangnamenn ótta-
slegnir út af þessu mannshvarfi.
A þriðjudagsmorgun voru menn sendir til að leita að Ingi-
bergi, og var dálítil ráðstefna um það. Þá sagði Pétur Pétursson,
áður bóndi á Grímsstöðum: „Eg ætla að biðja ykkur að láta mig
ekki fara, mig langar ekki til að finna drenginn, kannski dauð-
an.“ En Pétur var samt látinn fara í leitina, og einnig Friðbjörn
Snorrason á Brekkukoti. Mig minnir að leitarmenn væru fjórir,
en ekki man eg nöfn tveggja.
Einn gangnamanna var Jón frá Steinsstöðum, sonur Daníels
Sigurðssonar pósts. Hann var meðalmaður á hæð, en þrekinn og
hraustmenni talinn, 22 ára gamall. Jóni var ýmislegt vel gef-
ið. Hann var glímumaður góður og sundmaður, liðtækur í skák,
tók mikið í nefið, og það er líka íþrótt. En Jón var heilsuveill og
fékk krampa í tjaldinu um nóttina.
Þegar Pétur gangnastjóri fór að skipta göngum, bað hann Jón
Daníelsson að vera jaðarsmann að vestan, en jaðarinn er um Galt-
arárupptök og Hanzkafell. Húnvetningar leita þar vestar. Pétur
bað mig að vera næstan Jóni. Þegar Jón heyrði það, sagði
hann við Pétur: „Og lestu nú yfir honum.“ En Pétur anzaði engu,
las ekkert yfir mér, og eg varð að bjargast við brjóstvitið, eins
og oftar.
Veður var gott þennan dag, og eg held, að göngurnar hafi
gengið vel hjá okkur Jóni. Það bar helzt til tíðinda, að hann fann
tvo fullorðna hrúta krækta saman á hornunum. Þeir voru fremst
í Fossadalsdrögum, skammt norðaustur frá Ytra-Hanzkafelli, og
ekki langt frá tjaldstað, sem var þá ekki í Bugum, heldur á Hrossa-
engi, sem svo kallast i Fossadalsdrögum, rétt norðan við, þar sem
bílslóð liggur nú yfir drögin.
152