Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 161
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
ið á Sauðárkróki. Hygg eg það sé þó í betra meðallagi. Af þessari
tölu hefir þó alltaf verið töluvert af fullorðnu fé, þó aðalinn-
leggið hafi vitanlega verið lömbin. En í haust var nálega engin
kind tekin fullorðin, en þó mun alls hafa verið slátrað þar í haust
um 25 þúsund fjár. Þó hygg eg að ekki séu sett á færri lömb en
undanfarið, a. m. k. ekki þar sem eg þekki til.
Þessar skuldir bænda stafa mest af ýmsum framkvæmdum, sem
menn réðust í nú fyrir nokkrum árum, byggingum og sérstak-
lega jarðabótum, enda hefir mikil breyting orðið á hvoru tveggju.
I hverjum hreppi starfar búnaðarfélag, og eru flestir bændur í
þeim. Þessi félög, með öflugri forgöngu Búnaðarfélags Islands,
hafa stutt mikið að þeim framkvæmdum, hvert á sínu svæði. Hafa
sum keypt dráttarvélar, sem eru notaðar bæði til plæginga og
einkum til að herfa flög, og á þessu ári munu 7 hafa verið starf-
ræktar hér í sýslunni, og er óhætt um, að þær hafa verið afkasta-
miklar. En þær eru dýrar í innkaupi og sömuleiðis í rekstri. Eðli-
legra hefði verið að skagfirzkir bændur hefðu notað hestaflið við
rækmnina. Nóg er hér af blessuðum hesmnum, og sjálfsagt dreg-
ur að mun úr notkun dráttarvélanna, þegar mesta rækmnarskorp-
an er liðin hjá, og bændur hafa 2—4 dráttarhesta á hverju heimili,
þá hlýtur að koma að því, að bændur leggi sjálfir hönd á plóginn,
vor og haust, og beiti klámnum fyrir við rækmnina. Set eg hér
dagsverkatölu þá, sem unnin hafa verið við ræktun hér í sýslunni
síðastliðin þrjú ár. Arið 1929 eru mæld hjá 354 bændum 41456
dagsverk; árið 1930 hjá 337 bændum 48516 dagsverk; árið 1931
hjá 427 bændum 75879 dagsverk, eða samtals 165851 dagsverk.
Sýna þessar tölur, að ekki hafa allir setið auðum höndum, en þó
mætti rækmnin vel vera almennari, og eru það sérstaklega jarðir,
sem eru í leiguábúð, sem orðið hafa illilega á eftir hinum, enda
leiguliðar yfirleitt lítt hvattir til þeirra hluta af landsdrottnum
sínum, sem vanalega láta sér nægja ef þeir fá leigur og landsskuld á
réttum tíma. Þó eru vitanlega undantekningar frá þessu.
Langmestur jarðabótamaður sýslunnar er vafalaust Valdimar
Guðmundsson, bóndi í Vallanesi (áður Skinþúfu). Má með sanni
159