Skagfirðingabók - 01.01.1980, Qupperneq 164
SKAGFIRÐINGABÓK
út í hönd. Nú er sú tíð löngu liðin. Samt eru markaðir haldnir
öðru hverju, en verðið er svo lágt, að menn eru tregir til að láta
þau. Helzti markaðurinn fyrir hrossin er að selja þau til afsláttar,
því nú eru allir farnir að éta hrossakjöt, eins og í römmustu
heiðni, og sízt mundi það betur þegið nú en til forna, ef skyndi-
lega ætti að banna allt hrossakjötsát. Mest er selt héðan til Akur-
eyrar, Siglufjarðar og Olafsfjarðar, og eftir því verði, sem hefir
nú verið á þeim á þessum verðleysisárum, má búast við sæmilegu
verði á þeim í framtíðinni, ef einhvern tíma raknar úr þessari
kreppu. Annars hefir töluvert verið gert til þess á seinni árum,
að kynbæta hrossin, gera þau stærri og vaxtarfegurri en áður. Að
minnsta kosti fjögur hrossakynbótafélög eru nú starfandi hér í
sýslunni. Meðferðin á hrossunum hefir líka stórbatnað frá því
sem áður var. Sýningar af hálfu Búnaðarfélags Islands hafa verið
haldnar á þriggja ára fresti, og hefur það einnig stórlega ýtt undir
kynbæturnar.
Nýjar framkvæmdir, sem eru að ryðja sér til rúms, eru raflýs-
ingar á sveitabæjum. Þessir bæir hafa komið upp rafstöðvum:
Vatnsskarð, Ytra- og Syðra-Vatn á Efribyggð,* Alfgeirsvell-
ir og Nautabú. Mun vera nóg rafurmagn á þessum bæj-
um til matreiðslu, Ijósa og hitunar. Hér um árið voru miklar ráða-
gerðir um það að taka Reykjafoss og leiða afl hans um héraðið,
en ekkert hefir orðið úr því enn þá. En sumir draumar eiga lang-
an aldur: „Skyldi það nokkurn tíma eiga eftir að komast í fram-
kvæmd?“ spyr margur. Ja, hver veit!
Til framfara má einnig telja vegabætur þær og brúargerðir,
sem framkvæmdar hafa verið á seinni árum. Nú er kominn bíl-
vegur utan af Sauðárkrók og fram að Fremri-Kotum (og þaðan
áfram norður á Akureyri), heim í Hjaltadal, út í Sléttuhlíð, og
bráðum út í Fljót; að vestan fram í Tungusveit, og ekki líður á
löngu, unz bílar geta gengið út fyrir Laxárdalsheiði og út á Skaga.
* Hér er næst talinn bærinn Tungumýri, en ekkert skagfirzkt býli er með
því nafni, og ósagt skal látið fyrir hvað þessi mislestur stendur.
162