Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 140
SKAGFIRÐINGABÓK
A hreppsnefndarfundi 20. febrúar 1944 fitjaði Gísli Gottskálks-
son aftur upp á þessu efni og ræddi fyrirkomulag skólamála í
framtíðinni. A þessum fundi gaf Friðrik Hallgrímsson í Ulfsstaða-
koti 200 kr. til skólasjóðs, sem nokkurs konar endurgjald fyrir
það, að hann hefði fengið alla ómerkinga haustsins í rétmm vegna
þess, að ær hans höfðu allar látið um vemrinn.
Þremur árum seinna, á hreppsnefndarfundi 30. apríl 1947, var
Gísla Gottskálkssyni þrotin þolinmæðin. Hann sagði mönnum, að
nú yrði að taka afstöðu til þess, hvort hreppurinn yrði í félagi við
aðra hreppa um skóla í Varmahlíð. Gísli og meginþorri fundar-
manna vildu hafa skólann innan hreppsins. Fundinum lauk með
því, að skólanefnd boðaði til almenns fundar um málið. Sá fundur
var haldinn 8. júní það ár. Efni fundarins var: Að ræða um skóla-
mál hreppsins og hvort ætti að byggja heimavistarskóla innan
hans eða taka þátt í sambyggingu heimavistarskóla í Varmahlíð.
Snorri Sigfússon, skólastjóri á Akureyri, var gesmr fundarins.
Hann taldi, að heimakennsla væri að hverfa úr sögunni, en skóla-
heimili væru að verða almenn í sveitum landsins. Hann sagði
þau misgóð. Það þyrfti tvo kennara á hvert skólaheimili. Við
heimavistarskóla greiddi ríkið M af kostnaði, en Snorri lagði
áherzlu á að byggja þá sem stærsta og fæsta. Ríkið hefði auga-
stað á Varmahlíð sem samskóla fyrir Akrahrepp, Rípurhrepp,
Seyluhrepp og Staðarhrepp. Snorri taldi, að skólaheimili mundi
fullstórt og hvatti til að byggt yrði sérstakt skólahús fyrir hrepp-
inn. Hann benti á Víðivallalaug, þar sem heita vatnið væri mikils
virði. Hann ráðlagði mönnum að byrja smátt, en auka svo við.
Bjarni Halldórsson á Uppsölum, séra Lárus á Miklabæ og Gísli
Gottskálksson voru allir sammála um það að byggja skóla innan
hreppsins. Magnús H. Gíslason á Frostastöðum kvaddi sér hljóðs
og sagði, að skólanefnd hefði orðið sammála um að skora á
hreppsnefnd að leggja í skólasjóð 1800 kr. árlega næstu fimm ár.
Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á þessum fundi:
1. Almennur fundur, haldinn að Stóru-Okrum 8. júní 1947,
138