Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 192
SKAGFIRÐINGABÓK
inn. En er hann hleypti af fyrsta skotinu, sprakk hlaupið á byss-
unni og lentu brotin í auga og höfði mannsins. Með fádæma
karlmennsku komst hann heim, en svo samstundis út á Sauðár-
krók. Tók læknir strax úr honum augað. Var honum ekki líf
ætlað, því höfuðkúpan var brotin upp af auganu. En smám sam-
an batnaði honum og er nú talinn úr allri hættu. Naut hann þar,
sem fleiri, kunnáttu og listar Jónasar Kristjánssonar, þess ágæta
læknis.
I fyrra haust kom hingað í fjörðinn Vestur-íslendingur, Hjört-
ur T. Hjaltalín frá Mountain í Norður-Dakota. Er hann hálf-
bróðir þeirra Aðalsteins og Friðriks Kristjánssona í Winnipeg.
Fluttist hann héðan úr Skagafirði fyrir 50 árum, þá ungur að
aldri. Nú kom hann, gamli maðurinn, heim til að sjá yfir fjörð-
inn „áður en hann færi héðan alfarinn“, eins og hann orðaði það.
Hann átti hér víða frændfólk og heimsótti það, og eins var hann
með orðsendingu frá ýmsum vestra til vina og vandamanna hér
heima, og hjá öllum var hann hinn mesti aufúsugestur, því Hjört-
ur er vel greindur og kunni frá mörgu að segja og auk þess fram-
úrskarandi viðfeldinn maður. Hann sagði, að sér hefði verið
ágætlega tekið alls staðar og kvartaði ekki yfir neinu nema
kulda, blessaður karlinn. En við erum ekki kallaðir Islendingar
að ástæðulausu. Eg spurði, hvort honum mundi ekki leiðast, er
hann kæmi nú heim í ríki sitt, en það þvertók hann fyrir. Nú
væri hann búinn að fullnægja þessari þrá sinni, að sjá ættjörð-
ina, og því væri hann ánægður. Hann er nú kominn heim heilu
og höldnu, að því sem hann skrifar mér, og eg vona, að honum
verði að ósk sinni.
Ut af þessu ferðalagi Hjartar datt mér í hug: Þetta ættu að gera
fleiri Vestur-Islendingar, koma og líta yfir ættarstöðvarnar og
heilsa upp á frændur og vini „áður en þeir fara alfarnir“, eins
og Hjörtur sagði. Ekki mundu þeir þurfa að kvíða, að yrði dýrt
uppihaldið meðan dvalizt væri hér, það er þá ferðakostnaður-
inn fram og aftur, og hann er auðvitað nokkuð hár. Nú eru
samgöngur stórum beinni og betri en áður voru, og ekki myndi
190