Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 39
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Á HRAUNUM
Skautamaður var Einar ágætur, og það fram á gamals aldur.
Mestar sögur fara þó af honum sem skíðamanni, og skulu hér
sagðar fáeinar, eftir börnum hans og samstarfsmönnum:
Einu sinni urðu þeir samferða í Siglufjörð, Einar, Helgi læknir
Guðmundsson og séra Tómas prestur Björnsson á Barði. Þetta var
um vetur og voru þeir auðvitað allir með skíði. Þegar þeir koma
út á Hraunadalinn sáu þeir að kona ein kom í slóðina á eftir
þeim og var lausgangandi. Héldu þeir svo áfram upp á Siglufjarð-
arskarð. Þar dokuðu þeir við eftir konunni. Þekktu þeir hana
allir. Hún hét Anna Guðmundsdóttir. Varð nú umtal um það,
hvernig ætti að fara með konuna. Þótti óhæfilegt að skilja hana
eina eftir uppi á háfjalli, en veður fremur ískyggilegt. En enginn
vildi lána henni sín skíði, og þvertóku þeir fyrir það, prestur og
læknir, og var þess full von. Einar lagði fátt til málanna; sagði
hann aðeins, að þetta færi einhvern veginn. Þeir skyldi bara fara
á undan, og það létu þeir sér að kenningu verða. En þegar þeir
voru komnir dálítið niður í Skarðsbrekkuna, steyptust þeir báðir á
höfuðið. Fóru þeir sem snarast að brölta á fæmr, en í því sáu
þeir, hvar Einar brunar fram hjá þeim með Onnu fyrir aftan sig
á skíðunum og stanzaði ekki fyrr en langt niðri í dal. Helgi lækn-
ir sagði mér oft þessa sögu, og í sögulokin bætti hann því ævinlega
við, að þá hefði hann beðið heitt og innilega, að Einar dytti með
Önnu að baki sér. „En sú bæn mín var ekki heyrð“ — þannig end-
aði hann söguna.
Hrúthús hét hjáleiga frá Hraunum, og lágu túnin saman. Þar
bjó í mörg ár maður að nafni Jón og var Dagsson. Hann var
mesta þrekmenni, bæði að burðum og heilsu. Hann varð gamall
maður — komst undir áttrætt — og varð mjög sjaldan misdæg-
urt; drakk hann þó brennivín og tuggði tóbak fram undir andlát
sitt. Einu sinni urðu þeir Einar og Jón samferða úr Siglufirði, að
vetri til, og voru auðvitað báðir á skíðum, enda var skíðafæri ágætt-
A Siglufjarðarleið er dalverpi eitt lítið, er heitir Göngudalur, og
er það ofarlega á Hraunadalnum. Er brekkan fram úr Göngu-
dalnum löng, en ekki snarbrött. Svo runnu skíði þeirra jafnt, að
37