Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 23
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Á HRAUNUM
Seinna — á 23. bls. sama ár, segir enn frá þessum slysförum
þannig: „8 skip réru þenna dag — 12. Janúar — úr Fljótum. 1
komst í land áður en veðrið skall á; 5 komust nauðuglega austur
í Fjörðu, og biðu þar til þess 19. En tvö fórust. Voru 8 á Þor-
láksskipinu, en 6 á hinu. 7 þeirra, sem fórust, voru giftir menn,
en 7 ógiftir.“ Þorlákur var með Hraunaskipið.
Vanalega aflaðist vel á Hraunaskipið; en þó munu hafa
verið áhöld um tap og gróða af þeirri útgerð, einkum eftir
það, að Einar hætti sjálfur að fylgja skipinu í legurnar.
Fiskiveiðar á opnum bátum smndaði hann og lét stunda af
kappi, sérstaklega haust og vor. Haukalóð, eða flyðrulóð, hafði
hann oft í sjó að sumrinu, og síðustu ár sín hafði hann nokkurt
kolaúthald. Hafði hann smndum til fiskiveiða 2—3 báta, fyr-
ir utan bytmr.
Lifur þá, sem aflaðist á vetrarskipin í Ausmr-Fljómm, lét
hann bræða niðri við sjó í Hraunakrók í geysistórum pottum.
Voru pottarnir skorðaðir á samsvarandi hlóðum, og kynt undir
þeim með mó, sauðataði og rekavið. Þurfti að vaka yfir bræðsl-
unni nótt og dag, því að aldrei mátti eldur deyja undir pott-
unum, fyrr en fullbrætt var. Tók þessi lifrarbræðsla langan
Jóhann Sveinsson, óg. vinnuœ., Bjarnargili, 32 ára.
Sveinn Filipusson, bóndas., Saurbæ, 23 ára.
Þorvaldur Jónsson, g. bóndi, Sléttu, 25 ára.
Bjarni Jónsson, óg. vinnum., 24 ára.
Guðmundur Jónsson, óg. bóndas., Móskógum, 19 ára.
Olafur Jónsson, óg. vinnum., Stóra-Grindli.
Með hinu skipinu fórust:
Jóhannes Sigurðsson, g. bóndi, Hrúthúsum, 35 ára.
Þorleifur Þorleifsson, g. bóndi, Stóraholti, 31 árs.
Guðmundur Stígsson, g. vinnum., Minnaholti, 65 ára.
Friðbjörn Jónsson, óg. bóndas., Minnaholti, 24 ára.
Jóhann Jónsson, g. húsm., Helgustöðum, A.-Flj., 35 ára.
Sigurður Pálsson, g. bóndi, Bakka, A.-Flj., 40 ára.
(Heim. Guðmundur Sæmundsson).
21