Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 129
BARNAFRÆÐSLA í AKRAHREPPI
Katrín Rögnvaldsdóttir frá Réttarholti, f. 1880, d. 1907. Hún
var heimiliskennari á eigin heimili 1898-99.
Konráð Amgrímsson, f. 1856 á Kjartansstöðum, d. 1944. Hann
lauk prófi frá Möðruvallaskóla. Bóndi í 55 ár, lengst á Ytri-
Brekkum. Samfara búskap stundaði hann kennslu á ýmsum stöð-
um í Skagafirði. Hann las mörg tungumál og talaði ensku allvel.
í Akrahreppi kenndi hann 1900-02 og 1906-08.
Kristján I. Sveinsson, f. 1884 á Stekkjarflötum, d. 1971. Hann
bjó á Stapa og víðar, var seinast í Reykjavík. Kennari í Akra-
hreppi 1906-08. A stökur og kvæði í Skagfirzkum Ijóðum.
Lárus Arnórsson, f. 1895 á Hesti í Borgarfirði, d. 1962. Stúdent
1915. Cand. theol. 1919. Veittur Miklibær 1921 og þjónaði þar
til dauðadags. Hann vann mikið að félagsmálum fyrir sveit sína.
Kenndi 1923-25. Rit: Erindi í Nýjum hugvekjum.
Lárus Sigurgeirsson, f. 1868 í Hólkoti í Unadal. Hann var víða
í Skagafirði framan af ævi, en fór til Ameríku nokkru eftir alda-
mótin. Kom þaðan aftur og var á Hofsósi í nokkur ár, fluttist síðan
til Reykjavíkur og var þar til æviloka.
Lilja Sigurðardóttir, f. 1884 á Víðivöllum, d. 1970. Útskrifuð
frá Kvennaskólanum á Akureyri 1902. Námsdvöl í Danmörku
1905-07. Garðyrkjunámskeið á Akureyri 1912 og námskeið í
vefnaði 1920. Hún var aðeins 20 ára, er hún kenndi börnum á
heimili föður síns á Víðivöllum. Síðar hélt hún námskeið í
heimilisiðnaði, bæði innan hrepps og utan, kenndi vefnað og mat-
reiðslu og leiðbeindi um garðyrkju.
Magnús Bjarnason, f. 1899 í Stóru-Gröf, d. 1977. Hann var í
unglingaskólanum á Sauðárkróki 1920—21. Kennarapróf tók hann
1924. Námsferð um Norðurlönd 1933. Magnús vann mjög að
127