Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 169
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
sumir byrjuðu slátt 8 vikur af sumri, en almennt mun sláttur hafa
byrjað 10 vikur af sumri, og er það með langfyrsta móti. En þá
brá til úrkomu, er hékt mikið af túnaslættinum, svo töðurnar urðu
ekki eins vel verkaðar og þær voru miklar. Var úrkoman stundum
feikileg. Sem dæmi þar upp á, má geta þess, að tvisvar gengu
þrumur og eldingar, næstum heila daga í hvort skipti, og er slíkt
svo fátítt hér á Norðurlandi, að gamalt fólk mundi aðeins einu
sinni eftir, að slíkt hefði komið fyrir áður. Var skrítið að sjá, hvað
blessuð hrossin urðu hrædd, er þórdunurnar kváðu við í fjöllunum,
eins og allt ætlaði niður að hrapa. Það var ekki ósvipað með þau,
eins og sagt var um bóndann í Viðvík á dögum Guðmundar
biskups góða: „Honum varð hverft við, því hann var óvanur að
sjá heilagan anda.“ Þannig var með hrossin. Þau voru óvön að
heyra slíka vábresti og sjá eldingar þjóta um geiminn, og því
ærðust þau í allar áttir. Seinni part sumars gerði sunnanátt og
fylgdu henni stormar miklir og hlauzt stundum af skaði. En alltaf
voru þó úrfelli öðru hvoru, sérstaklega í haust og framan af vetri,
enda má heita, að aldrei hafi komið hríð, nema tvo daga í byrjun
nóvember, sem þó eyddist strax af sunnanvindum, sem alltaf hafa
verið fram á þennan dag. Tíðin, það sem af er vetrinum, er svo
fádæma góð, að aldrei muna menn slíkt áður. A jólum var ekkert
farið að gefa fé til dala eða þar sem fjörubeit var. Það hefir því
mátt taka undir með karlinum, sem sagði ævinlega, ef brá til hins
betra einhvern tíma að vetrinum: „Nú geta þeir lofað guð, sem
í landgæðunum búa.“ Honum fannst það ekki ná til sín, því hann
bjó á landléttri jörð. Yfirleitt er ekki treyst á fjárbeit í lághérað-
inu að vetrinum, en samt höfum við fulla ástæðu til að vera þakk-
látir fyrir veðurblíðuna, því feiknin öll er búið að spara af heyj-
um, og hrossin eru ennþá í haustholdum. Hægt var að vinna að
jarðabótum alveg fram að jólum, bæði við skurðgröft og sléttur,
því enginn klaki var í jörð, nema þá dag og dag. Svona var tíðin
indæl. Mér verður lengst í minni veðrið á jóladaginn. Það var
stillilogn, og þó hafði nálega ekkert frost verið um nóttina; him-
inninn heiður og blár, og hvergi sá snjó, nema rétt í efstu fjalla-
167