Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 65
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Á HRAUNUM
b) Sigurður Þór, f. í Hafnarfirði 23. 3. 1967.
7) Guðrún, f. á Raufarhöfn 31. 5. 1942. Maki: Hreinn,
f. 31. 12. 1940, cand. mag., kennari, Ragnarsson Þor-
steinssonar og Sigurlaugar Stefánsdóttur. Börn þeirra:
Harpa, Ragna, Freyja og Einar Baldvin.
a) Harpa, f. á Raufarhöfn 14. 9. 1959, háskólanemi.
b) Ragna, f. á Raufarhöfn 10. 7. 1962.
c) Freyja, f. á Raufarhöfn 31. 7. 1964.
d) Einar Baldvin, f. á Raufarhöfn 4. 8. 1969.
VII) Sveinn Einarsson, f. á Hraunum 21. 2. 1873, d. 13. 12.
1954, á leið frá Raufarhöfn til Reykjavíkur. Kona: Guðrún,
f. í Vopnafirði 9. 8. 1879, d. í Reykjavík 17. 11. 1955,
Pétursdóttir Guðjohnsen faktors í Vopnafirði og Þórunnar
Halldórsdóttur prófasts á Hofi í Vopnafirði. Þegar Sveinn
fór úr föðurgarði, stundaði hann verzlun, fyrst á Hofsósi og
síðan á Sauðárkróki, og loks fór hann árið 1896 að reka
verzlun á Raufarhöfn fyrir eigin reikning í félagi við Jón
bróður sinn. Barn: Pétur. Fósmrdóttir: Olafía Ingibjörg
Bessadóttir. Hún ólst upp hjá þeim frá átta ára aldri til
fullorðinsaldurs. (Sjá IX D).
A) Pétur Guðjohnsen, f. á Raufarhöfn 20. 3. 1904, d. 10. 9-
1929 á Raufarhöfn, verzlunarmaður.
VIII) Helga Einarsdóttir, f. á Hraunum 22. 10. 1875, d. 16. 2.
1959. Maki: Árni Thorsteinson, f. í Reykjavík 15. 10. 1870,
d. 16. 10. 1962, tónskáld, Ijósmyndari og bankaritari í
Reykjavík Árnason landfógeta Thorsteinson og Soffíu Hann-
esdóttur Johnsen. Börn þeirra: Soffía, Jóhanna, Sigríður og
Árni.
A) Soffía Thorsteinson Richards. f. í Reykjavík 7. 8. 1901.
Maki: John Richards, skrifstofustjóri í National Provin-
cial Bank, Englandi. Foreldrar hans: Arthur og Rachel
Richards.
63