Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 106
SKAGFIRÐINGABÓK
Síðan farið þið, foreldrarnir, að hjálpast að með að kenna
því að lesa, bera sig við verk og draga til stafs. Þannig
verður barnið sæmilega lesandi 8 ára, dálítið farið að skrifa
og vinna. Þegar það er orðið 9 ára, lætur þú það læra barna-
lærdóminn, sem eigi virðist vera nema 1 vetrar verk, fyrir
í meðal lagi gáfað barn, þar ekki þarf að leggja fyrir það
fullt blað á dag (Norðanfari: 10. apríl 1870, 29).
Henni finnast foreldrarnir vanrækja uppeldið. Þeir kenni börnun-
um vegna óvinsællar skyldu og eins lítið og þeir komast af með.
Er fram liðu stundir, varð það æ vinsælla að fá kennara á
heimilin til að uppfræða börnin. Fyrst var þetta fremur fátítt,
en færðist svo í aukana. Arið 1889 dvaldi maður á Uppsölum um
skeið í því skyni að veita börnunum tilsögn í lestri og skrift.
Kennslan fór fram í afþiljuðu herbergi í baðstofunni. Sex árum
seinna var þar farandkennari til að kenna það sama (sbr. Jóhannes
Birkiland: 1945, 14).
Olína Jónasdóttir segir, að þegar hún var á níunda ári, hafi
hún farið að læra kverið og biblíusögur. Kennarinn hafði einn
tíma í senn. Hún lærði sinn daginn í hvorri bók, las upp á morgn-
ana áður en hún fór á fætur. Vanalega var hún látin vera í skála,
þar sem hún hafði frið. Allt var lært í þulu „og mátti ekki muna
einu orði frá því, sem í bókinni var“ (Olína Jónasdóttir: 1946,
49). Er hún var á 12. ári, var henni komið fyrir á næsta bæ til
að læra skrift og reikning, því talið var sjálfsagt, að 12 ára barn
tæki próf. Þarna voru þrjú börn í mánuð samfleytt og sóknar-
presmrinn dæmdi prófið.
Um 1880 virðist orðið algengt, að kennarar séu fengnir á heim-
ilin og jafnframt er farið að senda börn af öðrum bæjum til kenn-
aranna. Þó voru til heimili, sem sáu algerlega um fræðsluna sjálf.
Fór þeim fækkandi, er nær leið aldamómm.
Árið 1890 var Baldvin Bergvinsson Bárðdal við kennslu í Akra-
hreppi. Arið 1891 fengust þau Einar Gíslason og Hólmfríður
Friðfinnsdóttir við kennslu þar (sjá nánar í kennaratali hér á
104