Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 17
SÝSLULÝSING YFIR SKAGAFJARÐARSÝSLU
Eyjafjarðarsýslu. Austur í þann fjallgarð liggja þverdalir tveir,
Unadalur og Deildardalur.
Sléttuhlíð liggur norður af Höfðaströnd, út með firðinum.
Að austan liggur áframhald af sama fjallgarði. Þar skerst inn í
hann Hrolleifsdalur.
Þá taka við Fljót, og liggja út með firðinum norður að sjó.
Austan að þeim liggur sami fjallgarður, er endar við Almenn-
ingsnöf, og greinir hann þau frá Ólafsfirði, Héðinsfirði og
Siglufirði. Austur í fjallgarðinn skerst Flókadalur. Nyrzt og
austast liggur Stífla.
I Skagafirði eru eyjar ekki margar, stærst er Drangev,* vestan
til í miðjum firðinum, talin 60 dagsláttur að stærð og 100 faðma
há. Þar er engin byggð og hefur aldrei verið að staðaldri. En
fjöldi manna rær til eyjarinnar til fuglveiða á vorum, því að í
bjarginu er ógrynni svartfugls. Er hann veiddur í snörur á fleka.
Sumir síga í bjargið eftir eggjum, en mikið er það farið að
leggjast niður. Hvergi verður komizt upp á eyna nema um
Grettisuppgöngu. Uppi er eyjan víða sendin, en mikið gras og
kjarngott með pörtum. Sauðfé verður þar vænt til frálags og
gengur sjálfala i bærilegum vetrum.
Málmey liggur austan til í firðinum, í útnorður frá Þórðar-
höfða. Einn bær er i eynni.**
Við ósinn á Kolku liggur Elínarhólmi, óbyggður varphólmi
frá Viðvík.
Lundey liggur fram undan Bakka í Viðvíkursveit. Er hún
notuð til slægna og beitar, en varp er þar eigi stundað.
Fram undan Ingveldarstöðum á Reykjaströnd liggur
óbyggður varphólmi, er kenndur er við bæinn.
* Málmey er allnokkru staerri að flatarmáli.
** Málmey lagðist í eyði 1951.
15