Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 20
SKAGFIRÐINGABÓK
austan Rípurhreppur, að norðan Sauðárhreppur, að vestan Ból-
staðarhlíðarhreppur og Engihlíðarhreppur í Húnavatnssýslu.
Hreppsbúar sækja þing að Stóru-Seylu á Langholti.
10. Sauðárhreppur. Það er Borgarsveit, Gönguskörð og
Reykjaströnd. Að sunnan er Staðarhreppur, að austan Rípur-
hreppur syðst, en norðar nær hreppurinn til sjávar, að vestan
liggur Skefilsstaðahreppur. Þingstaður hreppsins er Sauðá í
Borgarsveit.
11. Skefilsstaðahreppur. Þar til heyrir Laxárdalur og Skagi. Að
suðaustan liggur Sauðárhreppur, en að norðaustan og norðan
nær hreppurinn til sjávar, að vestan er Vindhælishreppur i
Húnavatnssýslu. Þing er átt að Skefilsstöðum á Skaga.
12. Rípurhreppur. Það er Hegranesið; nær norður að sjó, að
vestan er Sauðárhreppur og Staðarhreppur, að austan Viðvikur-
hreppur og Akrahreppur. Lrá Rípurhrepp er notuð Borgarey, er
liggur sunnan við Hegranesið, milli Akrahrepps og Seyluhrepps.
Þingstaður hreppsins er prestsetrið Rip í Hegranesi.
FIMMTI ÞÁTTUR.
Eru par nokkrar jarðir cetlaðar sýslumönnum og lceknum til
ábúðar, og hverjar, ef eru?
Með konungsúrskurði 8. maí 1805 er jörðin Viðvík lögð
sýslumanni til ábúðar móti eftirgjaldi til konungssjóðs, en sam-
kvæmt konungsúrskurði 25. september 1854 er jörðinni síðar
skipt við Hjaltastaði til ábúðar fyrir prestinn til Hóla, Viðvíkur
og Hofstaða. Síðan er sýslumanni eigi ætluð nein ábýlisjörð.
Skagafjarðar- og Húnavatnssýsla hafa verið eitt læknisdæmi. I
hvorugri sýslunni er lækni ætluð jörð til ábúðar.
18