Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 22
SJÖTTI ÞÁTTUR.
Um vegu: Hvar liggur alfaravegur um sýsluna og úr henni íadrar
sýslur á alla vegu? Hversu langir eru fjallvegirnir kallaðir? Hverjar
eru par vegabcetur: ruðningar, brýr, vörður, sœluhús o.s.frv.?
Hverjar eru par torfœrur og hvar á alfaravegum, hvemig er peim
varið, og hvort mundi verða úr peim bcett með tilkostnaði, og hve
miklum eftir ágizkun?
Eftir tilskipun 15. mars 1861 er vegum skipt í þjóðvegi og
aukavegi. Þjóðvegur skal að jafnaði vera 5 álna breiður. Er hann
bættur annað hvort með því að ryðja hann eður leggja hann
hærra. Yfir mýrlendi eru gjörðar brýr, er minnst séu 2 1/2 alin á
breidd. Ár og læki skal og brúa. Á fjallvegum skal hlaða vörður og
reisa sæluhús, ef þurfa þykir. Til þessara vegabóta er lagt hið
svonefnda þjóðvegagjald, er nemur hálfu dagsverki fyrir hvern
verkfæran mann. Umsjón um vegabætur er falin sýslumanni.
Aukavegi skal bæta með skylduvinnu, og hefur hreppstjóri
hingað til haft umsjón um þau vegastörf.
Samkvæmt þessu lagaboði hefur í þessari sýslu verið unnið að
vegabótum um næstliðin 12 ár, en þar eð þjóðvegir eru mjög
margbrotnir og víða örðugt að endurbæta þá, en þjóðvega-
gjaldið á hinn bóginn nægir alls eigi til þess, sem það er ætlað til,
leiðir af sjálfu sér, að endurbótum þessum miðar allt of lítið
áfram.
1. grein.
Um sýsluna liggja þjóðvegir, er nú skal greina:
A. Austurvegurinn milli Eyjafjarðarsýslu og Húnavatnssýslu;
hefst við Grjótá á Öxnadalsheiði, liggur vestur eftir heiðinni,
20