Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 44
SKAGFIRÐINGABÓK
eru sveitaþyngsli víðast meiri en svo, að tíundirnar, hinar einu
föstu tekjur fátækra, nægi fyrir sjötta parti útgjaldanna. Gjald-
stofn útsvarsins er eigi ákveðinn, heldur er því jafnað niður á
hreppsbúa eftir efnum og ástæðum. Hvílir á öllum sú skylda að
greiða sveitartillag, aðeins ef þeir eiga með sig sjálfir, án tillits til
þess, hvort þeir tíunda nokkuð eða ekki neitt. I hreppstjórnar-
instrúxinu* er gjört ráð fyrir, að hreppstjóri jafni einn niður
útsvarinu með sóknarpresti, en á síðustu árum hefur það verið
venja, að nokkrir menn, er hreppsbúar hafa kosið, hafa ásamt
sveitarstjórum gjört þá niðurjöfnun.
í eftirfylgjandi skýrslu fyrir árin 1863—1872, eru með út-
svörum talin frjáls tillög, er vinnuhjú hafa lagt til sveitar af kaupi
sínu. [Sjá næstu opnu]
TÍUNDI ÞÁTTUR.
Hversu stórir voru hreppasjóðimir fyrir 10 árum, og hversu stórir
eru peir nú?
Um framfærslu þurfamanna er svo skipað í Grágás, að sina
ómaga á hver maður fram að færa, móður, föður, börn, systkini,
og aðra ættmenn, þá er hann á arf að taka eftir. En til þess
framfæris fátæklingum þeim, er engan áttu að, var lagður fjórð-
ungur tíundar og matgjafir. Þessa skipan um fátækramál lét
Jónsbók haldast að miklu leyti, en leiddi þó í lög flutning
fátækra manna um sveitir til gistingar hjá búendum eftir tiltölu.
I lögbókum er eigi gjört ráð fyrir öðru, en að tíundum og
matgjöfum sé skipt upp til framfæris ómögum á ári hverju, enda
hélzt sá siður lengi fram eftir öldum, að engu var safnað í sjóð,
hvernig sem í ári lét. Um síðustu aldamót var fyrst farið að koma
á hreppasjóðum. I hreppstjórnarinstrúxinu er svo fyrir skipað, að
við niðurjöfnun aukaútsvarsins sé í bærilegu árferði töluvert lagt
* 1809.
42