Skagfirðingabók - 01.01.1982, Side 74
SKAGFIRÐINGABÓK
heim við úrskurð hans 30. marz 1756, sem fyrr er getið. Um
afstöðu Thotts til þessarar embættisveitingar er í raun og veru
ekki annað kunnugt en það, að hann undirritar tillögugerð
Rentukammersins í marz 1756, sem fyrr er nefnt, um að ákveðið
atriði mæli með því, að gengið verði fram hjá Magnúsi. Ekki er
unnt að benda á neitt, sem sannar ótvírætt, að hann hafi stutt
Magnús, og sama máli gegnir um hitt, að engar sannanir eru
fyrir hendi um það, að hann hafi beitt sér gegn því, að Magnús
fengi embættið. A hinn bóginn virðist það ósennilegt, að Magnús
hefði hlotið embættið, ef Thott hefði beitt sérgegn þvi.1
Skúli hafði að sjálfsögðu ekki látið sitt eftir liggja að veita
Magnúsi lið (Magnús hafði sent umsókn), og að þessu lúta
ummæli hans í uppkasti að bréfi til Magnúsar, ds. 18. maí 1757,
er hann segir frá skipun hans í amtmannsembættið. Skúli
minnist hér á keppinauta Magnúsar og kveðst vilja „óska, að
þessa embættis (þ. e. amtmannsembættisins) fornu solidtantere
hefðu ekkert annað að baktala mig með en þá mér óforþjenta
skuld, að mínar fortölur hefðu spillt um fyrir þeirra ansögn-
inger.“2
Keppinautarnir og Skúli eru sammála um, að um „fortölur“
hafi verið að ræða, en Skúli þykist ekki vilja gera eins mikið úr
áhrifum slíkra „fortalna“ og keppinautarnir. Það er ekki ólíklegt,
að þetta sé rétt hjá Skúla. Skipun Magnúsar í amtmannsemb-
ættið var meira en val um persónur. Það var stefnubreyting.
Amtmenn höfðu, eins og áður segir, jafnan verið útlendir og
1 í þessu sambandi, má einnig benda á ummæli Skúla í uppkasti a6 bréfi til
Magnúsar, ds. 18. maí 1757, en þetta er tveim dögum eftir að konungsúrskurður
hafði verið gefinn út um niðurstöður í deilunum og um skipun Magnúsar í
amtmannsembætdð. Hér segir Skúli m. a.: „Ég er viss um, að þess hinsgóða Guðs
tilhlutan, hverri þetta næst Hans Kongelig Majestet á alleina að tilskrifa, og þeim
hann þar til brúkað hefur, sem er Geheimeraad Thott, Justitsraad Heltzen og
Cammerraad Berner, hún hin sama gefur hér lukku til svo útfallið (þ. e. skipun
Magnúsar í amtmannsembætdð) verði Hr. Amtmanninum til sóma og farsæld-
ar.“ Bréf landfógeta, 1754—60.
2 Bréf landfógeta 1755 —60.
72