Skagfirðingabók - 01.01.1982, Qupperneq 77
FRIÐRIK KONUNGUR V. OG ÍSLAND
Fjárgjöfum konungs til hins íslenzka fyrirtækis var þó ekki
lokið hér með. Næsta ár, 1754, gaf hann 10.000 ríkisdali, og er
afstaða Rentukammersins, er það fjallar um þessa beiðni i til-
lögugerð, ds. 18. febr. 1754, þó algerlega hlutlaus.1 Kammerið
leggur beiðnina fyrir konung án þess að mæla með henni á
nokkurn hátt. Næsta ár, 1755, fengu Innréttingarnar engan
styrk frá konungi, enda var Skúli ekki í Höfn veturinn 1754 — 55
og hafði því ekki aðstöðu til að sinna slíkum fjáröflunum á
réttan hátt. En haustið 1755 lagði hann enn af stað til Hafnar, og
næsta vorgafkonungurenn 10.000 rd. til Nýju Innréttinganna.2
Afstaða Rentukammersins til þessarar beiðni kemur fram í til-
lögugerð þess með konungsúrskurðinum, og er hún hin sama og
vorið 1754. Fjárbeiðni Skúla er lögð fyrir konung án þess að gerð
sé tillaga um, að Innréttingunum verði veitt þessi upphæð, hluti
af henni eða hún öll.3 Hið sama er að segja um afstöðu Kamm-
ersins vorið eftir. I tillögugerð þess, ds. 7. maí 1757, er fjallað er
um nýja beiðni Skúla, og veitir konungur Innréttingunum þetta
vor 10.000 rd. sem óafturkræft framlag.4 Þar með hafði kon-
ungur gefið til Innréttinganna á 6 árum samtals 61.000 ríkisdali.
Þegar meta skal framlög konungs til Nýju innréttinganna, er
rétt að hafa það í huga, að á þessum tímum var veitt miklu fé í
Danmörku til stuðnings við ýmsa starfsemi, sem miðaði að því
að auka fjölbreytni í framleiðslu á iðnvarningi og efla iðnað á
allan hugsanlegan hátt. Engu að síður er eðlilegt að skilja fjár-
stuðning konungs við Nýju innréttingarnar þannig, að þær séu
vitnisburður um einkar jákvæða afstöðu hans í garð íslands, og
Skúli telur sig þá líka vita það, að konungur sé landinu sérlega
vinveittur. Þetta kemur fram vorið 1752 í bréfi til stjórnar Nýju
innréttinganna, sem þegar hefur verið getið, og aftur vorið 1756.
1 Lovs., III, 185.
2 Sama heimild.
3 Tillögugerð Rk. er dags. 24. ap. 1756; sbr. Norelores, 1756, nr. 63 og Lovs., III,
240.
4 Lovs., III, 283—4.
75