Skagfirðingabók - 01.01.1982, Side 86
SKAGFIRÐINGABÓK
Hér er vissulega í engu of mælt, því að Gísli lauk stúdents-
prófi á Bessastöðum 26. maí 1840 með hárri 1. einkunn, 93 st.,
sem var hæsta einkunn það vor, fékk ág. í 6 fögum af 13. Þessi
orðstír Gísla barst norður, þvi að í Sögu frá Skagfirðingum er
getið um Gísla, son Jóhannesar og Hólmfríðar, „er þennan vetur
sat efstur í skóla á Bessastöðum."
Samstúdentar Gísla voru þessir: Bjarni Bjarnason, varð
kennari og sýsluskrifari í Stykkishólmi, drukknaði við Snæfells-
nes árið 1866. Gísli Thorarensen, síðar prestur á Felli og
Stokkseyri, d. 1874. Guðmundur Jónsson, varð prestur í Grímsey
og á Stóru-Völlum, d. 1889. Helgi Sigurðsson, síðar prestur á
Melum, kunnastur fyrir stofnun forngripasafnsins, d. 1888. Jón
Thoroddsen, sýslumaður og skáld, d. 1868. Stefán Björnsson,
varð kapilán sr. Benedikts Vigfússonar á Hólum, d. 1860. Stefán
Jónsson, varð prestur á Kolfreyjustað o. v., lifði lengst þessara
skólabræðra, d. 1890. Sveinbjörn Eyjólfsson frá Svefneyjum, varð
prestur í Arnesi, d. 1882.
Að loknu stúdentsprófi
Fyrir Bessastaðastúdenta var yfirleitt um tvær leiðir að velja.
Prófið gaf þeim rétt til prestsembættis, og það veitti þeim líka
aðgang að framhaldsnámi við Hafnarháskóla.
Stúdentarnir vorið 1840 — níu að tölu — skiptust (að Bjarna
Bjarnasyni frágengnum) til helminga. Fjórir héldu að fáum
árum liðnum rakleitt út í prestskapinn, hinir 4 sigldu til Hafn-
arháskóla, en enginn þeirra lauk embættisprófi nema Jón Thor-
oddsen, sem tók próf í dönskum lögum eftir dúk og disk. Hann
var þá orðinn sýslumaður Barðstrendinga.
Hvað svo sem Gísli Jóhannesson hefur hugsað sér að loknu
stúdentsprófi eða hvaða vonir hann hefur gert sér um framtíð-
ina, þá er svo mikið vist, að ekki sigldi hann að sinni. Ekki tók
84