Skagfirðingabók - 01.01.1982, Síða 97
MINNING AFA MÍNS
Kapellámstaða og kvonbœnir
Því verður ekki neitað, að Hafnarvera Gísla Jóhannessonar
virðist hafa endað með „skipbroti". En úr því komst hann á land
í Hofsósi, próflaus, bókalaus, fatalaus og skuldum vafinn. Það
var síðasta dag júnímánaðar 1846. Þar fékk hann hest og reið
heim í Hofstaðasel. „Faðir minn tók mér nokkuð þurrt, sem von
var, því ýmsir höfðu orðið til að segja honum frá háttalagi minu
og ekki sagt söguna betri en hún var.“
Þótt útlitið væri slæmt, var Gísli ekki með öllu á flæðiskeri
staddur. Stúdentsprófið frá Bessastaðaskóla veitti réttindi til
prestsembættis, og fyrir hvatningu föður síns, fór hann strax á
fjórða degi eftir heimkomuna á fund sr. Jóns Jónssonar á
Miklabæ „til að leita kvonfangs og kapilánsþjónustu," eins og
Gísli orðar það í bréfi til Brynjólfs Péturssonar 16.9. 1846.
Miklabæjarprestur, sr. Jón Jónsson, var þá nær hálfsjötugur og
því kominn á þann aldur, að ekki var óeðlilegt, að hann þyrfti
aðstoðar við í embættinu. I annan stað voru tvær af fjórum
prestsdætrunum á Miklabæ ógefnar í föðurgarði, mjög komnar á
giftingaraldur. Margrét 34 ára (átti síðar Magnús, hálfbróður
Gísla) og Steinunn 26 ára. Hún varð kona sr. Pálsjónssonar, sem
gerðist kapellán hjá föður hennar ári síðar en Gísli gerði „bón-
orðsför“ sína að Miklabæ.
Miklabæjarklerkur tók seinlega erindi hins nýheimkomna
Hafnarstúdents og taldi þar á ýms tormerki. Samt fór vel á með
þeim, að því er Gísli segir. Og ekki var sr. Jón afhuga öllum
viðskiptum við Gísla. Það sýna ummæli hans í bréfi til Brynjólfs
Péturssonar 16. ágúst þetta sama sumar, þar sem hann biður
Br)'njólf skrifa sér um „karakter og ástæður Gísla Jóhannesson-
ar“ og „hvort þér fyndist ráð ég tæki hann fvrir kapilán e. t. c..
sem hann hefur tilmælst hverju ég svaraði öngvu, þó heldur neii,
því mér er næst að resignera, þá ég treysti mér ei lengur að þjóna,
sem að líkindum bráðum verður".
95