Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 99
MINNING AFA MÍNS
fékk lífið þeim Hofstaðafeðgum öðru að sinna heldur en iðrun
og umvöndunum yfir glötuðum tækifærum Gísla Jóhannes-
sonar í Kaupmannahöfn.
Þetta sumar geisuðu mislingar víða um land og voru svo
skæðir, að þeir hlífðu nálega engum manni. í Hofstaðaseli
lagðist allt heimilisfólkið, nema Gísli „svo ég mátti vinna eins
og vargur og hef valla fengið tíma til, síðan sláttur byrjaði, að
fara út af bænum.“ (Bréf til Brynjólfs 16.9- 1846).
Þegar plágunni létti og þessum önnum lauk, fór Gísli að
hugsa alvarlega um framtíð sína. Hann fær ádrátt um heimilis-
kennslu næsta vetur hjá faktor Hólm á Hólanesi, en er svikinn
um það starf. „En ásetningur minn er sá, að verða sem fyrst
prestur að auðið verður“. 1 bili hefur hann samt mestan áhuga á
að komast á stiftamtmannskontorinn, „þegar amtmannsskiptin
verða í sumar.“ (Rosenörn tók við af Hoppe). Þar er svo vel
launað, 200 rd. árslaun, og Gísla er mjög í mun að reyta saman
sem mesta peninga tii að grynnka eitthvað á skuldunum í
Kaupmannahöfn. Það kemur víða fram í bréfum hans til Bryn-
jólfs Péturssonar, þótt aldrei geti hann greitt neitt upp í skuld
sína við þennan vin sinn og mikla velgerðarmann, sem „sýndi
hið sama veglyndi og rausn á banasæng, sem hann hafði auðsýnt
alla ævi. Var það hið síðasta verk hans, að hann gaf öllum
Islendingum upp skuldir við sig, nema tveimur mönnum . . .“
Hvorugur þeirra var Gísli Jóhannesson. (BréfJ. Guðm. til J. Sig.
JS. 142 fol.).
Aftur í Hjálmholti
Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Þegar ekki var „annað
sýnilegra en ég myndi verða fjósakarl hjá föður mínum í vetur,
þá fékk ég bréf frá húsbónda mínum gamla og beiddi hann mig
að vera hjá sér í vetur, því skrifarinn hefði brugðist honum“.
7
97