Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 101
MINNING AFA MÍNS
notum, því að nú átti hann fyrir höndum 5 ára samfellda dvöl í
Reykjavík. Samt fékk hann ekki hina eftirsóttu skrifarastöðu á
stiftamtmannskontornum.
Haldið út á nýja braut
Þann 1. október 1847 tók Gísli inntökupróf í hinn nýstofnaða
prestaskóla og settist nú á lærdómsbekk í þriðja sinn, þrítugur að
aldri. Var Gísli einn af fjórum Bessastaðamönnum, sem á þann
skóla gengu og einn af þremur, sem luku prófi þaðan.
Tvær ástæður hafa eflaust legið til þess, að Gísli gekk inn í
Prestaskólann í stað þess að nota sér réttindi sín sem stúdent frá
Bessastöðum til að sækja um prestsembætti. Hann hefur viljað
endurnýja og bæta við guðfræðimenntun sína, og hann hefur
viljað skapa sér betri aðstöðu, þegar að því kæmi að sækja um
brauð. Með prestaskólapróf stóð hann jafnfætis Hafnarkandi-
dötum, a. m. k. um þau brauð, sem ekki var konungsveiting
fyrir. Segist hann hafa gert það fyrir áeggjan og með aðstoð
Rosenörns stiftamtmanns, sem var Gísla velviljaður. Naut hann
þar sem víðar Brynjólfs Péturssonar. I Prestaskólanum var
tveggja ára nám. Fékk Gísli ölmusu (námstyrk) — 80 ríkisdali
— hvort ár. Annars hefði honum verið námið ókleift, því engan
stuðning fékk hann nú frá föður sínum.
Gísla sóttist námið vel, og virðist hann hafa stundað það af
kostgæfni. Fékk hann efstu einkunn, 47 stig, er hann útskrifaðist
í ágúst 1849. Segir í prófvottorðinu, að hann hafi „jafn ástund-
unarsamlega“ tekið þátt í skriflegum og munnlegum æfingum
og því tekið góðum framförum í guðfræðinni. „Hann hefur
ljósar og liðugar gáfur. Oss er ei heldur annað kunnugt, en að
hann sé siðprúður maður og nettur í framgöngu og er hann
þannig með lofi útskrifaður,“ segir í prófvottorðinu.
I sögu Prestaskólans telur höfundur — sr. Benjamín
99