Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 105
SKAGFIRÐINGABÓK
rd. hverja, 2 hesta á 16 og 12 rd.) og nokkuð í umbótum umfram
eðlilegt viðhald. Skuld við prestsekkjuna, mad. Guðrúnu Þor-
valdsdóttur, var 152 rd. 16 sk. „sem sr. Gísli eftir tilmælum
ekkjunnar líður hana um til haustsins og „eftir kringumstæðum
kannski til næstu vordaga““, eins og segir í úttektargerðinni.
Sjálfsagt hefur sr. Gísli fengið fé þetta greitt á sínum tíma, en
eflaust hefði honum komið það betur, byrjanda í búskap, að
staðið hefði verið skil á því strax við úttektina.
..Bergjum glaðir á brúðhjónaskál“
Strax eftir fermingar næsta vor — 1853 — hélt sr. Gísli austur
að Kollabæ í Fljótshlíð, og þann 8. júni voru þau gefin saman i
hjónaband, hann og Guðlaug Eiríksdóttir sýslumanns Sverris-
sonar. Móðir Guðlaugar var Kristín, ein af hinum kunnu
Skarðssystrum, Ingvarsdætrum.
Þau Gísli og Guðlaug voru gefin saman í heimahúsum í
Kollabæ af sóknarprestinum sr. Jóni Halldórssyni, sem var eft-
irmaður sr. Tómasar Sæmundssonar á Breiðabólstað. Gaf Gísli
konu sinni 100 ríkisdali í morgungjöf. — Svaramaður Guð-
laugar var Skúli læknir Thorarensen, en Gísla sr. Þórður Árna-
son í Klausturhólum; kona hans var Vilborg frá Skarði. Meðal
veizlugesta var annar mágur frú Kristínar, sr. Guðmundur
Torfason; hann átti Höllu. Hann var þá í Miðdal. Hann flutti
brúðhjónunum kvæði. Það er prentað í bók Finns Jónssonar,
Þjóðhættir og ævisögur. Síðasta erindið er þannig:
Þetta friðar er full
á það glóir sem gull
þar við gleðjist vort sinni og sál.
Vísum heilum af hug
allri hrelling á bug.
Bergjum glaðir á brúðhjónaskál.
103