Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 126
SKAGFIRÐINGABÓK
Blesi fljótur Blinds á snót
bregður fótum slyngum,
sprengir hnjót við sporamót,
spúir grjóteldingum.
Það var í Flatatungu, frekar en annars staðar í Akrahreppi, að
Lilja þandi rokk í baðstofu og kvað vísur hárri raustu sér til
upplyftingar. Húsbóndinn snupraði hana fyrir „þetta helvítis
söngl alla tíma“, en hún kastaði fram svari, sem síðan flaug víða
milli bæja:
Kveð ég ljóðin kát og hress,
kvíði ei hnjóði í orðum,
fyrst að góður guð til þess
gaf mér hljóðin forðum.
A þessum vistarárum Þangskála-Lilju hér og þar í innanverð-
um Skagafjarðarbyggðum voru henni dag einn bornar góðar
veitingar á bæ. Hún mælti:
Kviknar gaman, konan ber
kaffi, brauð og sykur.
Allt í sama sjóðinn fer,
sem er framan til á mér.
Það var einnig á þessum vinnukonu- og húskonu tíma Lilju,
að heimilisfólk á bæ, þar sem hún dvaldist það árið, hafði sér
þann gamla giftingarleik til skemmtunar að skrifa upp nöfn allra
gesta, sem að garði bar um jólaföstuna: svo var dregið úr þeim á
aðfangadagskvöld. Piltar drógu úr kvennanöfnum, en konur úr
piltanöfnum, og átti það par að eigast — samkvæmt leiknum —
sem þannig dróst saman. Lilja dró nafn Hildibrands Jónssonar á
Ytri-Kotum. Hann var burðatröll með fádæmum, mikið í
sendiförum fyrir sveitunga sína, glaðbeittur maður, en sagður
124