Skagfirðingabók - 01.01.1982, Blaðsíða 140
SKAGFIRÐINGABÓK
Hann átti brúna hryssu á seinni árum sínum, mikinn stólpagrip.
Þegar hann var að binda hey sitt, bar hann það jafnan á bakinu að
fúlgunni, en teymdi stundum Brúnku sina með sér. Hefir hann
e. t. v. verið að hugsa um að flytja baggana á henni, en séð, að
það myndi verða erfiðara fyrir sig að lyfta þeim til klakks á
Brúnku, sem var með stærstu hrossum, en að bera þá, enda oftast
stutt að flytja.
Einstöku sinnum kom hann Brúnku sinni á bak, en oftast var
hann gangandi. Hún var því í góðum holdum að haustinu, enda
kom það sér betur, því að hún varð að bjarga sér að vetrinum, ef
nokkur snöp var. Undan henni átti Sveinn brúnan hest, sem var
mjög stór og gekk aldrei úr spiki, enda gekk hann undir móður
sinni, þangað til hann var harðfullorðinn. Faðir minn tamdi
hann lítillega fyrir Svein, en sjaldan mun hann hafa komið
honum á bak. Þó var það eitt sinn, sem hann kom ríðandi á
honum, að því er mig minnir innan úr Sléttuhlíð og var að fara
út i Fljót. Kemur þá maður á mótorhjóli eftir veginum. Man ég
ekki, hvort hann kom á eftir Sveini eða mætti honum. En
hesturinn verður hræddur og hleypur út undan sér út af vegin-
um og Sveinn dettur af baki. Sagðist honum svo frá, er hann fór
að lýsa atburðinum, að bölvaður bílungi hefði fælt hestinn fyrir
sér. Fann hann þarna upp ágætt nýyrði fyrir þetta farartæki, sem
þó hefir ekki festst í málinu.
Enginn vissi, hve gömul Brúnka hans var, er hann seldi hana
til afsláttar, en margir álitu, að hún hefði varla verið undir
þrítugu. Nokkrum árum síðar seldi hann Brún til slátrunar, þá á
bezta aldri, en engum vildi hann selja hann til lífs. Eftir það átti
hann ekki skepnur.
Arið 1932 eða 1933 kom það fyrir Svein í fyrsta skipti á
ævinni, að hann varð að leita til læknis vegna fingurmeins, sem
komin var blóðeitrun I. Var þetta svo slæmt, að tvísýnt þótti um
líf hans á tímabili. Þá var læknir í Hofsósi Páll Sigurðsson. Hann
þótti mjög duglegur og góður læknir. Skar hann í hönd hans. Þá
var ekki talað um að svæfa eða deyfa. En Sveinn bar sig vel og
138