Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 166
SKAGFIRÐINGABÓK
Gullöld Sauðárkróks hófst um miðja öldina. Þá fóru menn
að hugsa sér til hreyfings með stórbyggingar og margháttaðan
atvinnurekstur. Byggja þurfti íþróttavang, sundlaug, gagn-
fræðaskóla, bókhlöðu, banka, verzlunarhús og hvaðeina. Þá
þótti ekki heldur annað við hæfi en að Krókurinn eignaðist
„miðbæ“ og virðulegt torg. Ohjákvæmilegt var að taka Flæð-
arnar undir flest þessara mannvirkja, enda svæðið bæði hið
ákjósanlegasta og varla heldur öðru til að dreifa. En þar var
Sauðáin fyrsti Þrándur í Götu. Gamla Sauðá hafði hins vegar
alltaf viljasterk verið og ærið þrjózk. Upphófst því nokkurt
stríð við ána, sem stóð í nokkur ár. Þennan styrjaldarannál
má lesa í fundargerðum íþróttanefndar og bæjarstjórnar. Gríp
ég nú þar niður.
I fundargerð íþróttanefndar frá 22. október 1948 segir svo:
„Teikning íþróttavallarins lá fyrir og urðu um hana nokkrar
umræður. Nefndin kom sér saman um eftirfarandi ályktun:
„Iþróttanefnd telur skipulag íþróttasvæðisins, að því er aðal-
leikvang viðkemur gott og mælir með því að það verði byggt
samkvæmt teikningum. Hins vegar telur nefndin aðra hluta
skipulagstillögunnar lítt framkvæmanlega og því nauðsynlegt
að gera á henni gagngerðar breytingar. Samkvæmt þessu fer
nefndin fram á: 1. að Sauðáin verði fjarlægð frá íþróttasvæð-
inu, svo hægt verði að byrja þar framkvæmdir á næsta ári . . .“ “
Næsta bókun sömu nefndar er frá 4. apríl 1949: „Bæjarstjóri
var mættur á fundinum og upplýsti, að ákveðið væri að breyta
farvegi Sauðárinnar nú í vor og samkomulag þar um væri
fengið við vegamálastjóra."
En hægt gekk að hefja framkvæmdir, því að 13. marz 1950
lætur íþróttanefnd bóka þetta: „Nefndin leggur því til við
bæjarstjórn: Að nú þegar verði gerð tilraun til þess að fá
byggða brú yfir væntanlegan farveg Sauðárinnar á
Skagfirðingabraut, fáist það ekki, láti bæjarstjórn athuga hvort
ekki sé tiltækilegt að veita Sauðánni í sinn fyrirhugaðan farveg,
án þess að brú sé byggð, heldur notast við ræsi það sem fyrir
164