Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 168
SKAGFIRÐINGABÓK
er“. — Af þessu sést, að ákveðið hefur verið að leiða Sauðána
austur fyrir bæinn, sunnan hans, — eða að öllum líkindum þar
sem hún rennur nú. Þann 18. júlí sama ár er þetta svo bókað
hjá íþróttanefnd: „Til þess að hafist verði handa að verulegu
leyti á íþróttasvæðinu telur nefndin höfudnauðsyn og skilyrði
að Sauðáin verði fjarlægð. En þar sem nú er mjög aðkallandi að
hefja verkið að einhverju leyti telur nefndin þó rétt að árfar-
veginum verði breytt á þann veg að áin renni sunnan æfinga-
vallarins austur að Skagfirðingabraut og norður með brautinni
svo að hægt verði að byrja verkið með jöfnun þess svæðis.
Nefndin telur þetta þó óráðlegt, nema fullvíst sé, að Sauðánni
verði veitt í sinn fyrirhugaða farveg í sumar eða fyrir veturinn.“
— Þarna virðist gæta lítillegs undansláttar, og er enn ekki útséð
um hvor sigra muni. Þann 15. maí 1951 virðist Sauðá gamla
enn vera á sínum stað — eða kannski hún hafi verið komin
austur að Skagfirðingabraut. Þá bókar íþróttanefnd: „Nefndin
óskar eindregið að bæjarstjórn sjái um að Sauðáin verði leidd í
hinn nýja farveg suður og niður með Sauðárbrekku“.
Lítum nú á hvað bæjarstjórn hafði um málið að segja. I raun
var það á henni, sem þungi málsins hvíldi, eins og fram kom í
bókunum íþróttaráðs.
Þann 15. nóvember 1947 er fundargerð íþróttanefndar (þá
fundargerð hef ég ekki) tekin til umræðu og samþykkt í
bæjarstjórn: . . . „Hitt atriðið var viðvíkjandi veitingu á
Sauðánni úr sínum gamla farvegi vegna hins nýja íþróttavallar
á Flæðunum. Engin tillaga kom fram. Var fyrrnefnd fundar-
gerð þá borin upp og samþykkt í einu hljóði“. Þann 27. apríl
1948 er þetta að lesa: „Þá skýrði Guðjón Sigurðsson frá viðtali,
er hann hefði átt við Jón Víðis viðvíkjandi veitingu Sauðárinn-
ar, sem lengi hefur verið á döfinni. Ekki vildi hann slá neinu
föstu um það hvar hún yrði tekin gegnum Skagfirðingabraut,
eða hvert henni yrði veitt, en gerði það að tillögu sinni að
fengnir yrðu menn til að hallamæla landið og kortleggja.
Ennfremur kvaðst Guðjón hafa átt tal um þetta við skólastjór-
166