Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 171
AIN SEM HVARF
þybbazt við í lengstu lög. Raunar hefur mér verið sagt, að læna
úr ánni hafi runnið gegnum bæinn, allt þar til byrjað var að
byggja símstöðina um miðjan sjötta áratuginn. Læknisbrú fór
víst heldur ekki fyrr en um svipað leyti.
Þeir Króksarar, sem muna vel eftir Sauðánni, þegar hún rann
óáreitt um bæinn, minnast þess sennilega fyrst hversu óþrifaleg
hún var, einatt full af rusli og óþverra. Varla hefur hún verið
með öllu hættulaus heilsu manna, einkum barna, sem sulluðu
mikið í henni. Þegar á hitt er svo einnig litið, að hún var
bersýnilega í vegi fyrir nauðsynlegum framkvæmdum, er
skiljanlegt, að menn sæju þann kost vænstan að veita henni
þangað sem hún er nú. Þrem áratugum síðar má líta öðru vísi á
málin, án þess að í því felist ásökun á nokkurn. Vissulega var
mögulegt að búa svo um hnúta, að Sauðá hefði getað runnið
áfram í sínum gamla farvegi, án þess að verða til trafala
mannvirkjum eða til óþrifa. Nokkuð hefði það vafalaust kost-
að. En ég býst við, að skilningur manna nú á fegurð umhverfis-
ins hefði vegið þungt á móti þeim kostnaði. Enginn veit hvað
framtíðin ber í skauti sér. Vera má að stríði Sauðár við
bæjarbúa sé enn ekki lokið, og að óvíst sé hver endanlega
sigrar.
169