Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 176
SKAGFIRÐINGABÓK
A rið Tala innistxdu- eigenda Eignir sjóðsins kr. Vara- sjóður kr.
1890 58 10666 1780
1900 134 26940 3011
1910 401 116714 11534
1920 1073 512235 48168
1930 1185 627118 100062
1935 1329 628934 124932
Ekki er hægt að lýsa því, hve sparisjóðurinn hefir létt u
með öllum viðskiptum og verzlun í héraðinu, auk þess, sem
hann hefir með ráðum og dáð stutt mörg framfaramál innan
héraðsins. Skulu hér nokkur talin og jafnframt getið þess, hvað
Sparisjóðurinn hefir lagt af mörkum til þeirra.
1910. Til hafnarbóta á Sauðárkróki (styrktarsjóður Stefáns
Jónssonar), kr. 1000,00.
1910. Til styrktar innhéraðssjúklingum, sem lagðir eru á Sauð-
árkróksspítala (Styrktarsjóður Sigurðar Pálssonar héraðs-
læknis), kr. 1000,00.
1918. Til öldubrjóts á Sauðárkróki, kr. 500,00.
1923. Til brúarinnar á Vesturós Héraðsvatna, kr. 2000,00.
1924. Til varnargarðs gegn landbroti á lóðum Sauðárkróks-
kauptúns, kr. 1000,00.
1926. Til stúdentagarðsins, í herbergi fyrir Skagfirðinga, kr.
1000,00.
1932. Til menningar skólabörnum í Sauðárkróksbarnaskóla
(Minningarsjóður Kristjáns Blöndals), kr. 1500,00.
1934. Til hafnarbóta á Sauðárkróki, kr. 5000,00.
1935. Til hafnarbóta á Sauðárkróki, kr. 10.000,00.
1935. Til hafnarbóta á Hofsósi, kr. 1000,00.
Þegar ég var barn að aldri, kom gömul kona oft á heimili mitt.
Hún var minnug og fróð að ýmsu leyti. Hún skipti öllum
mönnum aðeins í tvo flokka, „fróma“ menn og svo aftur
174