Skagfirðingabók - 01.01.1982, Síða 179
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
hann einn síns liðs, en hugsaði sér að láta fólk sitt koma á eftir, er
hann væri búinn að koma sér vel fyrir. Var það sem annað
hyggilegt hjá honum, því hann undi ekki þar vestra og sneri
heim aftur. Hafði kona hans varðveitt bú og börn á meðan hann
var í vesturvíking. Hann var fæddur 9. desember 1852 og var því
rúmra 83 ára, er hann lézt.
I febrúar andaðist Jón bóndi Jónsson á Flugumýri, eftir langa
og mikla vanheilsu. Einhver R hefir minnst hans prýðilega, þótt
í stuttu máli sé, í blaðinu Heimskringlu í Winnipeg 1936 og vil
ég vísa til þeirrar greinar.*
„Jón var tvígiftur. Fyrri kona hans var Ingibjörg dóttir Jón-
asar bónda í Bakkaseli í Oxnadal, systir Sigtryggs Jónassonar
þingmanns og fyrrverandi ritstjóra. Byrjuðu þau búskap á Bakka
í Öxnadal og bjuggu þar til ársins 1895 að Jón keypti Flugumýri
af Þorvaldi Arasyni, er þá flutti sig að Víðimýri. Arið 1906
andaðist Ingibjörg kona hans. Eru tvær dætur þeirra á lífi, Helga
og María.
Seinni kona Jóns heitir Sigríður og er ættuð úr Dalasýslu. Eru
fjögur börn þeirra á lífi: Ingibjörg, Ingimar, Valdimar og Þur-
íður.
Jón var framúrskarandi atorkumaður og að öllum líkindum
hagnýtasti og útsjónarmesti bóndi Skagafjarðar. Hann var að
vísu efnum búinn, er hann flutti að Flugumýri, en þar græddist
honum það fé, að fyrir mörgum árum síðan var hann talinn
ríkastur bóndi í sýslunni.
Jón heyrði til hinum gamla skóla, dulur i lund og fastur fyrir,
orðheldinn svo að aldrei skeikaði því, sem hann lofaði eða ákvað
að gera. Hann var góður vinur vina sinna og hinn ráðhollasti, vel
gefinn maður, en íhaldssamur um sumt. Eigi varð honum þokað
frá áformum sínum, og var það hans lundarlag. Glaður og reifur
var hann við gesti, og hinn ánægjulegasti heim að sækja. Skarðar
fyrir í Blönduhlíðinni við fráfall hans, því hann var drengur hinn
bezti.“
* Hér mun um aÖ ræða sr. Rögnvald Pctursson. Greinin er örlítið stytt.
12
177