Skagfirðingabók - 01.01.1982, Side 186
SKAGFIRÐINGABÓK
sér, hvað ritmennskuna snertir. Vonandi líður ekki á löngu, þar
til eitthvað verður hafizt handa í þessu máli. Gaman væri, ef
lesendur þessa annáls hefðu einhverjar gamlar og merkilegar
sagnir á takteinum, hripuðu þær upp og sendu mér. Eg skyldi
koma þeim á framfæri í safninu til sögunnar. Þó okkur þyki það
máske ómerkilegt, getur það orðið til að ýta undir annað
merkilegra í sambandi við það, eða hefir einmitt vantað i stærri
frásögn. Nú er búið að stofna deild í Reykjavík og aðra á
Akureyri, og verið er að fá menn í héraðinu að ganga í Sögufé-
lagið. Arsgjaldið er kr. 3,00, og á hver félagsmaður að fá fyrir það,
sem út kemur af Skagfirðingasögu á hverju ári.
A þessu ári hafa ýmsir merkismenn úr héraðinu látizt, og má
þar fyrstan telja sr. Sigfús Jónsson, fyrrum prest á Mælifelli, en
síðast kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki. Tók hann við Kaupfélagi
Skagfirðinga, er það átti erfiðast uppdráttar og hafði litla verzl-
un, t. d. engar haustafurðir, en við dauða hans var það orðin
voldug stofnun og með bezt stæðu kaupfélögum landsins. Hann
var kosinn á þing 1934 og gaf kost á sér aftur síðastliðið vor. En
er hann var að leggja af stað á þingmálafundina, veiktist hann
snögglega og dó morguninn eftir. Hafði hann lengi gengið með
hjartasjúkdóm, er að lokum dró hann til dauða. Hann þótti einn
skörulegasti prestur héraðsins á sínum tíma, ágætur söngmaður
og hinn prýðilegasti ræðumaður. Hann bjó lengst af stórbúi á
Mælifelli, og byrjaði þó með lítið, er hann hóf búskap sinn, enda
var hann hinn mesti fjárgæzlumaður, bæði fyrir sig og þá
stofnun, er hann veitti forstöðu.
Þá má nefna Magnús Guðmundsson fyrrverandi ráðherra,
sem andaðist 1. desember síðastliðinn, af afleiðingum botn-
langaskurðar. Þó hann væri Húnvetningur að ætt, var hann svo
nátengdur þessu héraði með störfum sínum 1 þágu þess, að fáir
eða engir synir þess hafa unnið fyrir það af meiri alúð og dugnaði
en hann. 24. júlí 1912 var honum veitt sýslumannsembætti í
Skagafjarðarsýslu, og gegndi hann því starfi til ársins 1918, er
hann gerðist skrifstofustjóri í fjármáladeild stjórnarráðsins.
184