Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 188
SKAGFIRÐINGABÓK
Hann gekk síðan á bændaskólann á Hólum, og eftir það nám tók
hann að stunda jarðabóttvinnu; fór um með flokk manna, og
eru það einhverjar fyrstu jarðabætur hér, er eftir hann liggja.
Árið 1896 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Þrúði Árnadóttur
bónda á Stóru-Okrum. Eignuðust þau einn son, Magnús, er nú
býr rausnarbúi á Vöglum. Hafa þeir feðgar bætt svo jörðina,
bæði með aukinni ræktun og húsabótum, að hún er ekki
þekkjanleg orðin við það, sem hún var. Gísli var kosinn oddviti
árið 1900, og sýnir það bezt traust manna á honum, að hann
hafði það starf samfleytt með hödnum til dauða síns, eða alls 38
ár. Hann var einnig sýslunefndarmaður mjög lengi, skatta-
nefndarmaður og safnaðarfulltrúi o. fl. Gísli var hinn skemmti-
legasti maður í allri umgengni og samstarfi, síkátur og fjörugur
og að öllu hinn ágætasti drengur. Hann fæddist árið 1871.
Foreldrar hans og systkini fóru öll til Vesturheims.
Þessi annáll er svo stuttur að þessu sinni, af þeim sökum, að
nú stendur „sæluvikan“ (fundarvikan) yfir og þá vinnst lítið
tóm til ritstarfa. Eru það hvorki meira né minna en þrjú leikrit,
sem á að sýna, bíómyndir og málfundir á hverju kveldi síðari
hluta vikunnar, og svo auðvitað dansað allar nætur í tveimur eða
þremur samkomuhúsum. Eru nú bílar á ferðinni dag og nótt að
heita má að flytja fólk út á Krókinn eða þaðan, því allir ferðast
þannig nú orðið. Kemur fólk jafnvel úr öðrum sýslum til að taka
þátt í þessum einstaka fagnaði. Verður væntanlega einn kaflinn í
hinni tilkomandi Skagfirðingasögu um „sæluvikuna“ og þyrfti
það áreiðanlega ekki að verða sá leiðinlegasti, ef vel væri á haldið.
1938
Frá nýári til þorra var afburðagóð tíð, oftast sunnan þýðviðri,
svo snjór hélzt enginn við. Þá gerði allmikinn snjó, sem hélzt í
þrjár vikur, og varð þá sums staðar jarðskarpt, en seinast á
þorranum gekk enn í sunnanátt, sem sópaði öllum snjó í brott.
186