Skagfirðingabók - 01.01.1982, Side 190
SKAGFIRÐINGABÓK
en hitt er athyglisverðara, að frá einum bæ, Eyhildarholti í
Hegranesi, þar sem þeir feðgar Gísli og Magnús frá Frostastöð-
um búa, komu 14 hrútar, og fengu 9 af þeim fyrstu verðlaun, og
var meðalþungi hvers þeirra 212 pund. A nautgripasýningarnar
komu alls 431 kýr, og hlutu 14 fyrstu verðlaun, 79 önnur og 189
þriðju. 10 naut fengu önnur verðlaun en 5 þriðju.
I sýslunni eru nú starfandi 15 búnaðarfélög með 317 jarða-
bótamönnum. Þeir unnu á árinu 35.228 dagsverk, og er það
nokkru minna en stundum áður, en þó gott framhald á því, sem
á undan er gengið í ræktuninni í héraðinu.
Á Sauðárkróki var slátrað í haust 21.477 dilkum, og er það
þremur þúsundum meira en árið áður, en gaman er að bera það
saman, að undanfarin fimm ár hefir meðalkroppþungi dilkanna
vaxið úr rúmum 24 pundum 1934 í nærri 30 pund 1938. Á
Kolkuósi og Hofsósi var slátrað 3255 dilkum, og var kropp-
þungi þeirra lítið eitt léttari. Samvinnufélögin hér greiddu í
reikninga 80 aura fyrir kílóið í bezta kjötinu og 1 krónu fyrir
kílóið í gærum, en að líkindum verður einhver uppbót á það.
Þessi síaukna þyngd á dilkunum er vafalaust að þakka stórbættri
meðferð á fénu frá því sem áður var, t. d. mikið fóðrað á síldar-
mjöli, og töðugjöf að aukast víða, eftir því, sem ræktunin eykst.
Hræðsla bænda við ýmsa sauðþárkvilla hefir líka orðið til þess,
að menn sýna fénu ekki eins hart og áður.
Við Skagfirðingar fengum einkennilega, en um leið góða
heimsókn á síðastliðnu vori. Það voru 150 sunnlenzkir bændur,
sem komu hér við á ferð sinni norður um land. Tóku stéttar-
bræður þeirra hér á móti þessum góðu gestum á Arnarstapa og
sýndu þeim héraöið og alla þess dýrð. Kaffi var svo drukkið í
Varmahlíð (það er greiðasölustaður austan í Reykjarhólnum, þar
sem hinn fyrirhugaði Varmahlíðarskóli á að vera), og Kaupfélag
Skagfirðinga veitti þeim skyr og rjóma á Sauðárkróki. Um
kvöldið fóru þeir til Hóla í Hjaltadal og voru þar um nóttina og
héldu svo áfram norður í sýslur daginn eftir og báru Skagfirð-
ingum vel söguna. Fyrir 10—20 árum hefði slíkt ferðalag verið
188