Skagfirðingabók - 01.01.1982, Page 203
SAMTÍNINGUR UM MISLINGASUMARIÐ 1882
eftir SÖLVA SVEINSSON
Flestir skagfirzkir bændur horfðu með ugg til vetrarins
1882, því fæstir áttu þeir nægan heyfeng frá grasleysissumri.
Seinni hluta vetrar var tíðarfar í betra meðallagi, þar til „önd-
verðlega í aprílmánuði gekk upp norðanbál, er varð upphaf
hinna langvinnu froststorma, er gengu um allt land um páska-
leytið svo sem fyrirboði þess voðagests, er landsmenn geta
aldrei hugsað til kvíðalaust, allra sízt á útmánuðum, þegar
menn fara að vænta eftir vorblíðu á landi og björg af sjó. Um
sumarmálin rak hafísinn upp að landi og fyllti hvern fjörð og
vík, og stóð af honum sá helkuldi, sem ekki einungis nísti bæði
menn og skepnur, heldur einnig kyrkti allan vorgróður og girti
fyrir öll aflabrögð langt fram á sumar.“‘ Flestir bjuggu við
þröngan kost, því að einungis eitt skip náði að losa farm sinn
áður en fjörðinn fyllti af ís; venjuleg sigling kom ekki fyrr en
23. ágúst. Margir neyddust til að herða sultarólina, en þá vildi
bændum til happs, að Fljótamenn unnu á þremur hvölum í vík
undan Flraunum. Hvalsagan barst þegar um allt hérað, og
komu menn víða að til matarkaupa, þótt torsótt væri í vetrar-
ríkinu. „Svo bættist innan stundar við það, sem verst var, en
það voru mislingarnir. Maður, sem ég nú ekki man hvað hét,
ferðaðist landveg yfir Skagafjörð og út í Fljót. Mig minnir, að
1 Skýrslur um almenningshagi í Skagafjarðarsýslu. Bréfabók sýslumanns 1882.
Þjóðskjalasafn.
201