Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 112

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 112
SKAGFIRÐINGABÓK 112 upp úr 1. bekk og gekk vel. Síðan æxlaðist það svo að ég hélt áfram hjá séra Hálfdani veturinn eftir. Hann var andskoti seigur kennari. Hann las með mér þessi helstu gagnfræðaskólafög og komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti vel reynt að taka gagnfræðapróf eftir þennan eina vetur. En þetta var reyndar þriggja vetra nám. Ég las eiginlega tvo vetur þarna hjá Hálfdani. Það vildi svo til að Brynleifur Tobías- son, gamall kunningi föður míns, var í Skagafirði í einhverjum fjölskylduerind- um á útmánuðum, ég held það hafi verið í febrúar eða mars. Þá var fyrsti vetur Sigurðar Guðmundssonar sem skóla- meistara á Akureyri og hann var skyldur föður mínum. Við komumst í samband við hann og fékk ég leyfi til að koma norður og sitja í tímum í þriðja bekk þessa mánuði sem eftir voru til vorsins. Svo tók ég gagnfræðaprófið 1922. Eini skólaveturinn sem ég sat heilan vetur, var í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík. Þetta var sem sagt eini heili veturinn sem ég hef setið á skólabekk á ævi minni. Faðir minn kenndi mér allt undir fullnaðarpróf. Ég man samt nákvæmlega ekkert eftir því hvernig þetta gekk fyrir sig, en einhvern veginn tók ég þetta próf. Það voru þrír bekkir til stúdentsprófs. Fjórði bekkurinn var andskoti strangur, því þá var byrjað bæði á latínu og þýsku, fyrir utan dönsku og ensku, og það voru harðir kennarar í þá daga, bæði í latínu og þýsku. Jón Ófeigsson var andskoti duglegur kennari, en grimmur. Páll Sveinsson í latínunni var ákaflega strangur og harðvítugur. Menn komust ekki upp með neitt múður hjá honum. Ég las sem svaraði fimmta bekkjar námi. Þá var ég heima á Fjalli og fór til séra Hallgríms, þegar ég átti að byrja á frönskunni. Þá fórum við í gegnum byrjendabók í frönsku. Hann hafði lært eitthvað í frönsku í Reykjavík, var stautfær í henni og hafði sans fyrir málfræði töluvert. Hann var á margan hátt skrýtin persóna, en besti kall og mikill vinur föður míns alla tíð. Sagnalist og orðsprok Á FYRRI tíð var fábreytt um skemmtanir og menn lögðu mikið upp úr því að segja sögur af einkennilegu fólki. Og þá var til heilmikið af skrýtnu fólki. Menn iðka þetta ekki lengur að segja svona sögur. Svo þegar menn eins og Halldór Kiljan komust í mikið af svona sögum og fóru að nota óspart í sínum bókum, þá taldi fólk úr ólíkum héruðum sig þekkja persónurnar. Ég man eftir þegar Sjálfstætt fólk kom út, þá voru menn tilbúnir að segja að þarna ætti hann við vissa menn í Skagafirði sem var auðvitað tóm vitleysa. Mér var sagt, eftir að eg var byrjaður að þýða Sjálfstætt fólk á dönsku, að Konráð gamli á Skarðsá hefði verið fyrirmyndin að Bjarti í Sumarhúsum, sem var nokkuð fjarstætt því það voru ólíkar týpur. En Konráð var skrýtinn maður og sérlundaður og gamaldags í öllum háttum. Ég þýddi 10 bækur eftir Laxness. Já, já, allar þessar stóru bækur: Sjálfstætt fólk, Ljós heimsins og Íslandsklukkuna og Atómstöðina. Þessar bækur voru ekki mikið lesnar í Danmörku framan af þótt þær fengju alltaf góða dóma bókmenntamanna, en það gekk held ég fremur erfiðlega að selja þær, a.m.k. þangað til eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin. Einhvern veginn þótti mér alltaf vænst um Ljós heimisins, að mörgu leyti. En þetta eru ólíkar bækur. Halldór var óskaplega vinnusamur maður og eini íslenski skáldsagnahöfund-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.