Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 112
SKAGFIRÐINGABÓK
112
upp úr 1. bekk og gekk vel. Síðan æxlaðist
það svo að ég hélt áfram hjá séra Hálfdani
veturinn eftir. Hann var andskoti seigur
kennari. Hann las með mér þessi helstu
gagnfræðaskólafög og komst að þeirri
niðurstöðu að ég gæti vel reynt að taka
gagnfræðapróf eftir þennan eina vetur. En
þetta var reyndar þriggja vetra nám. Ég las
eiginlega tvo vetur þarna hjá Hálfdani.
Það vildi svo til að Brynleifur Tobías-
son, gamall kunningi föður míns, var í
Skagafirði í einhverjum fjölskylduerind-
um á útmánuðum, ég held það hafi verið
í febrúar eða mars. Þá var fyrsti vetur
Sigurðar Guðmundssonar sem skóla-
meistara á Akureyri og hann var skyldur
föður mínum. Við komumst í samband
við hann og fékk ég leyfi til að koma
norður og sitja í tímum í þriðja bekk þessa
mánuði sem eftir voru til vorsins. Svo tók
ég gagnfræðaprófið 1922.
Eini skólaveturinn sem ég sat heilan
vetur, var í fjórða bekk Menntaskólans
í Reykjavík. Þetta var sem sagt eini heili
veturinn sem ég hef setið á skólabekk á ævi
minni. Faðir minn kenndi mér allt undir
fullnaðarpróf. Ég man samt nákvæmlega
ekkert eftir því hvernig þetta gekk fyrir
sig, en einhvern veginn tók ég þetta próf.
Það voru þrír bekkir til stúdentsprófs.
Fjórði bekkurinn var andskoti strangur,
því þá var byrjað bæði á latínu og þýsku,
fyrir utan dönsku og ensku, og það voru
harðir kennarar í þá daga, bæði í latínu
og þýsku. Jón Ófeigsson var andskoti
duglegur kennari, en grimmur. Páll
Sveinsson í latínunni var ákaflega strangur
og harðvítugur. Menn komust ekki upp
með neitt múður hjá honum. Ég las sem
svaraði fimmta bekkjar námi. Þá var ég
heima á Fjalli og fór til séra Hallgríms, þegar
ég átti að byrja á frönskunni. Þá fórum við
í gegnum byrjendabók í frönsku. Hann
hafði lært eitthvað í frönsku í Reykjavík, var
stautfær í henni og hafði sans fyrir málfræði
töluvert. Hann var á margan hátt skrýtin
persóna, en besti kall og mikill vinur föður
míns alla tíð.
Sagnalist og orðsprok
Á FYRRI tíð var fábreytt um skemmtanir
og menn lögðu mikið upp úr því að segja
sögur af einkennilegu fólki. Og þá var til
heilmikið af skrýtnu fólki. Menn iðka
þetta ekki lengur að segja svona sögur. Svo
þegar menn eins og Halldór Kiljan komust
í mikið af svona sögum og fóru að nota
óspart í sínum bókum, þá taldi fólk úr
ólíkum héruðum sig þekkja persónurnar.
Ég man eftir þegar Sjálfstætt fólk kom út,
þá voru menn tilbúnir að segja að þarna
ætti hann við vissa menn í Skagafirði sem
var auðvitað tóm vitleysa. Mér var sagt,
eftir að eg var byrjaður að þýða Sjálfstætt
fólk á dönsku, að Konráð gamli á Skarðsá
hefði verið fyrirmyndin að Bjarti í
Sumarhúsum, sem var nokkuð fjarstætt
því það voru ólíkar týpur. En Konráð
var skrýtinn maður og sérlundaður og
gamaldags í öllum háttum. Ég þýddi 10
bækur eftir Laxness. Já, já, allar þessar
stóru bækur: Sjálfstætt fólk, Ljós heimsins
og Íslandsklukkuna og Atómstöðina.
Þessar bækur voru ekki mikið lesnar í
Danmörku framan af þótt þær fengju
alltaf góða dóma bókmenntamanna, en
það gekk held ég fremur erfiðlega að selja
þær, a.m.k. þangað til eftir að hann fékk
Nóbelsverðlaunin. Einhvern veginn þótti
mér alltaf vænst um Ljós heimisins, að
mörgu leyti. En þetta eru ólíkar bækur.
Halldór var óskaplega vinnusamur
maður og eini íslenski skáldsagnahöfund-