Skírnir - 01.04.2001, Síða 18
12
STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Skyldleikinn verður næsta augljós ef litið er til einfaldrar skil-
greiningar Kathryn Hume (1984) á þremur hefðbundnum stigum
dæmigerðrar rómönsu: 1) Brottför hetjunnar sem stígur yfir
þröskuld heimkynna sinna, knúin áfram af ólgandi ævintýraþrá,
2) kynning eða „vígsla“ sem er miðja sögunnar og felur í sér
manndómsraunir, 3) heimkoma, þar sem hetjan snýr aftur með af-
rakstur erfiðis síns. Annar fræðimaður, Norman Friedman (1975),
hefur líka greint þrjú mynstur eða stig í rómönsu sem falla að
formgerð ferðasögunnar: 1) Stig fæðingar eða sköpunar (bernska,
átthagar) þar sem hetjan verður til og vinnur fyrstu afrek, 2) stig
dauða og vígslu/kynningar (ferð, leit, hnignun, keppni, útlegð,
raunir) og 3) stig endurfæðingar (endurkoma, upprisa, árangur og
frægð).10 Þessi stig eiga öll vel við byggingu dæmigerðra íslenskra
ferðasagna, t.d. reisubækur Jóns Indíafara, Eiríks víðförla og
Stokkhólmsrellu Hannesar Finnssonar biskups.* 11 Jón fer utan í leit
að betra hlutskipti, Eiríkur fer af löngun í ævintýri og Hannes fer
í þekkingarleit (1. stig). Allir lenda þeir í ýmsum raunum (vígsla,
2. stig) á ferðum sínum og snúa heim aftur heilir á húfi. Jón er
reynslunni ríkari og verður frægur af að miðla henni til landa
sinna, Eiríkur hefur fullnægt ævintýraþránni og hefur loksins eirð
í sínum beinum og Hannes hefur svalað fróðleiksfýsn sinni í bili
(3. stig).
Ferðasögur og rómönsur eiga fleira sameiginlegt en leitina.
Mörg minni rómansa og ferðasagna eru lík. Flótti frá grimmum
húsbændum eða undan fangelsisdómi, sem er algengt minni í
rómönsum, er t.d. oft ástæða brottfarar í ferðasögum. Hið ólíka er
að raunveruleikinn sem er vettvangur ferðasagna á lítið skylt við
heim rómansanna. Persónur ferðasagna fyrri alda eru raunverulegt
fólk sem hefur fæðst, lifað og dáið en persónur rómönsunnar
spretta upp úr langri skáldskaparhefð. Höfundur ferðasögunnar
var þátttakandi í atburðarás sögunnar, höfundur rómönsu spinn-
ur atburðina upp. Landslag ferðasögu á sér sjálfstæða tilvist, um-
hverfi rómönsu er óland eða staðleysa. Auk þess lýkur leitar-
10 Sbr. Hume 1984 og Friedman 1975.
11 Ferðasögur Eiríks og Hannesar eru prentaðar í heild í sýnisbók sem kom út
árið 2000, sjá heimildaskrá.