Skírnir - 01.04.2001, Page 58
52
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
SKÍRNIR
lega „áströlsk", „indversk" eða „vestur-indísk“ - fáum myndi hins
vegar detta í hug að telja skáldsögu það helst til tekna hve „ensk“
eða „þýsk“ hún væri.49
Eftir því sem verkum dansk-íslenskra höfunda fjölgar og út-
breiðsla þeirra vex verður þessi eðlishyggja um þjóðerni æ meira
áberandi. Höfundareinkenni Gunnars eru iðulega skýrð út frá
þjóðerni hans, hvort sem það er til lofs eða lasts. Einn slíkur dóm-
ur birtist í blaðinu Vort Land í nóvember 1914. Höfundurinn er
Olaf Bang og hann einsetur sér að afhjúpa fyrri dóma um verk
Gunnars Gunnarssonar og Jóhanns Sigurjónssonar. Hann telur
þau einhæf og að þau skýli sér á bak við umfjöllunarefnið, sem sé
ávallt það sama, svokölluð „stórbrotin mannleg örlög í mikilfeng-
legri náttúru" þar sem sá sterkasti sigri að lokum. Bang segir Dani
eiga að standa á hærra menningarstigi en svo að þeir hrífist af jafn
frumstæðri list:
Því er það fremur niðurdrepandi að heyra fagnaðarlætin vegna hinnar
fullkomnu andstæðu: vegna barnalegra hugsana, einfeldningslegra tilfinn-
inga, stórra, stórra orða og tungumáls án máltilfinningar. Það þýðir ekk-
ert að segja: Já, en svona eru manneskjur og náttúra þarna uppfrá [á ís-
landi]! Þá liggur svarið í augum uppi: svo barnalegar og óþróaðar mann-
eskjur hafa ekkert fram að færa. Það er ekki skortur á átökum sem skap-
ar stórkostlega einfalda list, það er alls ekki afturhvarfið sem endurnýjar.
Og jafn stórkostlegri náttúru verður að lýsa með ótrúlega öguðu og
hömdu ímyndunarafli til að hún verði ekki - leiktjöld.50
Dómur Bangs er sjaldgæft andóf gegn þeirri þjóðernislegu mæli-
stiku sem beitt er á dansk-íslenskar bókmenntir. Hann slær hvergi
af fagurfræðilegum kröfum vegna þjóðernis Gunnars, en að öðru
leyti hefur hann ekkert nýtt fram að færa í túlkun sinni. Hann lít-
ur á sögur Gunnars sem Islandsmynd, rétt eins og þeir sem hæla
þeim, en neitar því að sú mynd hafi sérstakt gildi fyrir danska les-
endur og þjóðernissjálfsmynd þeirra. I því liggur ágreiningur hans
við aðra gagnrýnendur. Þeir sjá fátt annað en glansmynd af íslandi
og óbrotna norræna hefð í verkum Gunnars Gunnarssonar. Arne
Moller, sem fyrr var minnst á, skrifar t. d. mjög lofsamlegan dóm
49 Sbr. Rushdie 1991: 67.
50 Bang 1914.