Skírnir - 01.04.2001, Page 65
SKÍRNIR
„J0KLENS STORM
59
Hið sama gildir um leikrit Kambans, Kongeglimen, sem sýnt
var í Konunglega leikhúsinu haustið 1920.1 dómum um frumsýn-
inguna einblíndu gagnrýnendur á hið íslenska í verkinu. Það þarf
ef til vill ekki að koma á óvart. Ekkert verka dansk-íslensku höf-
undanna gengur eins langt í að nota þær hugmyndir um Island
sem gagnrýnendur gripu jafnan til og á stundum mætti halda að
það væri skopstæling þessara sömu hugmynda,72 eða jafnvel til-
raun til að skrifa í anda þeirra. Verkið var enda svo yfirgengilegt
að áhorfendur hlógu á dramatískustu augnablikunum.73 Þó hrósa
gagnrýnendur verkinu, enda standi eitt eftir þegar búið er að flysja
af því gallana: „Det egentlig islandske."74
Konungsglíman er æskuverk og flestir ritdómara rekja gallana
í persónusköpun til þess, en þó má finna aðrar skýringar. Leik-
dómari Kristeligt Dagblad kemst svo að orði:
Höfundurinn nýtur þess að leika á strengi sterkustu tilfinninga, einkum
hjá konunni. Okkur flatlendisbúunum virðast öll þessi tilfinningaátök
nokkuð framandi. Aðalkvenhetjan, Hekla, líkist eldfjallinu sem hún heit-
ir eftir. Og verkið í heild er kannski sannari lýsing á íslenskum persónum
en dönskum.75
Nú stendur Kongeglimen nokkuð vel til höggsins. Verkið ýkir
mjög þjóðareinkenni og sérkennilegheit íslendinga. Það kemur
kannski meira á óvart að lesa dóma um Salige er de Enfoldige frá
1920 og leikrit Kambans Vi Mordere frá sama ári. í upphafi var
vitnað í ritdóm Oscars Geismars um Salige er de Enfoldige og
leikdóm Socialdemokratens um Vi Mordere. Af nógu er að taka
í svipuðum anda. Þannig má lesa í Aftenposten að Páll Einarsson,
illmennið í Sælir eru einfaldir, níhilisti af svartsýnustu gerð sem
er snúinn heim eftir áratuga nám og störf í Kaupmannahöfn, sé
„[ejfahyggjumaður, af sérstakri íslenskri gerð [en Skeptiker af en
typisk islandsk Art]“.76 Annar ritdómari telur einsýnt að ef
læknirinn Grímur Elliðagrímur, aðalpersóna sögunnar, væri dansk-
72 Helga Kress 1970: 50.
73 Sbr. t.d. W. 1920; Lange 1920; H.L. 1920a; Falkenfleth 1920; Gulman 1920.
74 Levin 1920.
75 C. 1920.
76 Aftenposten 1920.