Skírnir - 01.04.2001, Page 66
60
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
SKÍRNIR
ur myndi sálrænt skipbrot hans verða ósannfærandi, en bætir
við:
Mikill fjöldi íslenskra skáldverka hefur gert manni ljóst að mannssálin þar
uppfrá er steypt í annað mót en hin danska, hún er sterkari, spenntari og
þar af leiðandi einnig brotgjarnari, og maður tekur lýsingu skáldsins
gilda.77
Hér er skáldsaga Gunnars orðin að heimild um sérkenni íslensks
lundarfars, séreinkenni persóna hans og tilvistarglíma þeirra eru
fyrst og fremst tjáning þess sem er séríslenskt og veita lesandanum
innsýn í það sem er öðruvísi en hann. Þessum lestri á skáldverk-
um fylgir óhjákvæmilega nokkur hugmyndafræðilegur farangur.
Island er samheiti yfir harðneskjulega náttúru, glæsta fortíð, inn-
gróna bókmenntahefð, sem er hvort tveggja í senn glæsileg og
frumstæð, og ekki síst fyrir sameiginlega norræna fortíð. Allt þetta
má finna í ritdómum ólíkra blaða, ólíkra gagnrýnenda sem í öðr-
um málum gátu verið á öndverðum meiði. Viðhorfin birtast í sinni
hreinustu mynd í málgögnum íhaldssamra félaga og stofnana sem
líta á einn eða annan hátt á sig sem verði menningararfs og hefðar.
Þetta á við um blöð eins og Hojskolebladet, blöð K.F.U.M. og K,
Dansk Ungdom og Tidens Kvinder sem gefið var út af Danske
Kvinders Nationale Forening. I því síðastnefnda stendur í dómi
um Salige er de Enfoldige:
En annars er stíll Gunnars Gunnarssonar einmitt mjög sérkennilegur þar
sem hann einkennist af náttúruandhverfum sögueyjunnar, ís og eldi -
nístandi efi hjúpaður dulrænu slöri [...] en framar öllu öðru vitnar þessi
bók um flöktandi efa og óróleika samtímans, um sókn ættarinnar eftir að
kasta af sér byrðum nútímamenningarinnar og snúa aftur til hreinni og
náttúrulegri lífssýnar.78
Þetta er langmikilvægasta hlutverk dansk-íslenskra höfunda á ár-
unum sem fara í hönd. Þeir eru að mati flestra ritdómara handhaf-
ar hins hreina og upprunalega, hins lífræna samfélags sem Danir
hafa verið rændir, verk þeirra eru móteitur gegn nútíma og firr-
ingu vegna þess að þeir standa í sérstöku sambandi við fortíðina
og geta veitt lesendum sínum hlutdeild í henni.
77 H.L. 1920b.
78 C.M. 1920.