Skírnir - 01.04.2001, Page 73
SIGURÐUR PÉTURSSON
Voru til lærðar konur,
feminae doctae, á íslandi?1
Menntakonur ífornöld og á midöldum
Ímynd hinnar skarpskyggnu og vel menntuðu konu á sér langa
sögu í heimi vestrænnar menningar. Gyðjan Pallas Aþena var
tákngervingur og verndari visku og mennta með Grikkjum, og hjá
Rómverjum var það Mínerva. Það voru konur, menntagyðjurnar
eða Músurnar, sem blésu dauðlegum mönnum andagift í brjóst
jafnt á sviði lista sem vísinda, og þegar þá fýsti að vita um það sem
flestum var dulið var leitað til forvitra kvenna, hinna goðsagna-
kenndu völva eða Sibylla, sem af dulrænu innsæi svöruðu spurn-
ingum manna eða gáfu þeim holl ráð. A sögulegum tíma rekumst
við fljótt á konur sem höfðu getið sér orð fyrir menntun og and-
legt atgervi í veröld sem var stjórnað af karlmönnum. Þannig varð
skáldkonan Saffó, sem uppi var um 600 f. Kr. og bjó á eynni Les-
bos, víðfræg fyrir kveðskap sinn, og Aspasia, lagskona Períklesar,
sem var leiðtogi Aþeninga í áratugi á 5. öld f. Kr., vakti athygli og
aðdáun margra samtíðarmanna fyrir andríki sitt, fágun og færni í
ræðulist. Meðal Rómverja naut líklega engin kona jafnmikillar
virðingar fyrir afburðamenntun eins og tignarkonan Cornelia,
dóttir Scipios Africanusar eldra og móðir Gracchusarbræðra. Hún
var uppi á 2. öld f. Kr. og tók virkan þátt í þeim mikla gróanda í
mennta- og listalífi Rómar sem nærðist á óþrjótandi grískum
menningarstraumum. í húsi hennar hittust skáld og lærdómsmenn
og mikið lof var borið á bréf hennar sem þóttu skrifuð af stakri
1 Höfundur flutti erindi með þessu heiti á Hugvísindaþingi heimspekideildar Há-
skóla íslands 15. október 1999 og er það stofn þessarar greinar. Allnokkru efni
hefur þó verið aukið við.
Skímir, 175. ár (vor 2001)