Skírnir - 01.04.2001, Side 74
68
SIGURÐUR PÉTURSSON
SKÍRNIR
list. Mest menntakvenna fornaldar var þó líklega heimspekingur-
inn Hypatia, sem bjó og starfaði í Alexandríu. Ekkert hélt aftur af
lærdómsáhuga hennar, ekki einu sinni þær ógnir sem stöfuðu af
árásum kristinna á vísindastörf heiðinna manna, enda fór svo að
lokum að kristinn múgur banaði henni árið 415 e. Kr.
Þótt mörg menningarverðmæti færu forgörðum í þeim trúar-
bragðaátökum sem urðu víða um rómverska heimsveldið á síðasta
skeiði þess, sem lauk þegar vesturhlutinn hrundi endanlega árið 476
e. Kr., var það engu að síður fyrst og fremst innan vébanda miðalda-
kirkjunnar að undirstöðuþekking hins forna grísk-rómverska
menntakerfis varðveittist í þeim ríkjum í Vesturálfu sem risu á rúst-
um Rómaveldis. Burðarás þeirra mennta var latínan. Margt er að
vísu á huldu hvað varðar þróun mála, einkum á fyrsta skeiði mið-
alda, en síðar verður myndin í senn skýrari og fjölbreyttari. Við vit-
um t. a. m. að konur tóku þátt í varðveislu latínunnar og þess menn-
ingararfs sem henni fylgdi. A 9. öld, þ. e. þegar endurreisn sú sem
kennd er við Karlunga stóð með miklum blóma, ritar Dhuoda, að-
alskona í Frankaríki, mjög persónulegt rit á latínu sér til hugarfró-
unar í raunum sínum.2 Hróðsviða (Hrotsvitha), sem bjó í klaustrinu
í Gandersheim og uppi var á 10. öld, samdi t. d. sex leikrit á latínu að
hætti rómverska skáldsins Terentiusar, sem uppi var á 2. öld f. Kr., en
sneri þeim upp í kristinn siðaboðskap í anda þess umhverfis sem
hún lifði í.3 Tveim öldum síðar, þ. e. á 12. öld, sýndi Hildegard (um
1098-1179), sú er stofnaði klaustrið í Bingen sem hún ætíð er kennd
við, mikil afköst við ritstörf og eru varðveitt eftir hana mörg verk
ólík að gerð, sum á latínu.4 Um svipað leyti og Hildegard lét að sér
kveða í Þýskalandi mun júngfrú Ingunn, norðlensk stúlka, hafa
numið latínu á Hólum í Hjaltadal og kennt hana með góðum ár-
angri, eins og frá er sagt í sögu Jóns biskups Ögmundssonar (1052-
1121).5 Þessi fáu dæmi ættu að nægja til að sýna að á miðöldum voru
vissulega til konur víða í Vesturálfu sem báru í brjósti ekki aðeins
menntunarþrá en höfðu einnig þor til þess að sýna í verki hvers þær
voru megnugar utan hefðbundins verksviðs kvenna.
2 Dronke 1984: 36-54.
3 Dronke 1984: 55-83.
4 Dronke 1984: 144-201.
5 Byskupa sögur 1948: 45.