Skírnir - 01.04.2001, Síða 81
SKÍRNIR
VORU TIL LÆRÐAR KONUR ... Á ÍSLANDI?
75
1671-1717) Þorlákssonar í Víðidalstungu kveður Jón hafa kunnað
„fyrstu rudimenta", þ. e. undirstöðuatriði í latínu og bætir því við
að hún hafi kennt sonum sínum Dónatinn. Þá segir Jón: „Oluf
Hógnadötter syster þeirra brædra Síra Paals og Síra Gudmundar
Hógnasona, kende Síra Sigurde Döla fyrstu Rudimenta Latina“.
Fimmta konan sem minnst er á er Ragnheiður Brynjólfsdóttir
(1641-62) biskups Sveinssonar (1605-75) og um hana segir Jón
einfaldlega að hún hafi verið latínulærð, latin'e docta. Sjötta konan
sem er sögð hafa numið latínu er Sigríður (1677-1730), dóttir Jóns
Vigfússonar (1643-90) biskups og kona Jóns biskups Þorkelsson-
ar Vídalín (1666-1720). Um hana kemst Jón svo að orði: „kunne
fyrstu rudimenta i látinu, kende Donatenn, og hlydde bórnum yfer.
Kende mórgum, bæde bórnum og fullordnare, sin christeleg
fræde, og þeirra skilning. Kunne vel ad skrifa og styla. Mesta
skynsemdar og sidprydes kona.“ Þetta eru stuttar lýsingar en segja
þó sína sögu.
Fyrst má ef til vill spyrja að því hvaða heimildagildi orð Jóns
hafa, ekki síst ef haft er í huga að flestar þessara kvenna, ef ekki all-
ar, voru látnar þegar Jón festi athugasemdir sínar á blað. Svo vel
vill til að Jón getur heimilda varðandi elstu konurnar. Vitneskju
sína um systurnar Guðlaugu og Guðnýju, dætur Páls Erasmus-
sonar (1566-1642), mikils lærdómsmanns og kirkjuprests í Skál-
holti á árunum 1635-39, hefur Jón frá Árna Magnússyni
(1663-1730) prófessor, sem var dóttursonur Guðlaugar. Heimild-
armaður Jóns fyrir athugasemdinni um Ragnheiði Brynjólfsdótt-
ur er Jón Þorkelsson Thorkillius Skálholtsrektor, og er ekki ólík-
legt að Jón rektor hafi fundið einhverjar upplýsingar í Skálholti
þegar hann var við störf þar á árunum 1728-37 eða fræðst af sér
eldri manni. Um Sigríði Jónsdóttur frá Víðidalstungu, konu síra
Magnúsar Magnússonar (um 1669-1720) bróður Árna Magnús-
1712) að Þingmúla orti erfiljóð (Thott. 473 4to, bl. 46r-46v) um Guðnýju sem
hann sendi börnum hennar. í sautjánda erindi er þess getið að hún hafi verið
um sextugt er hún lést og er það traustasta heimildin um fæðingarár hennar
sem fundist hefur til þessa. Þórunn Sigurðardóttir hefur góðfúslega veitt mér
upplýsingarnar um erfiljóðið og kann ég henni bestu þakkir fyrir. - Dónatinn
var dæmasafn latneskrar beygingafræði sem kennt var við rómverska málfræð-
inginn Aelius Donatus sem uppi var á 4. öld.