Skírnir - 01.04.2001, Page 89
GOTTSKÁLK Þ. JENSSON
Hugmynd um bókmenntasögu
íslendinga
Árið 1760 kom út í Lubeck og Altona Idea Historiae Literariae
Islandorum eða Hugmynd um bókmenntasögu Islendinga.1 Oft
hefur bók hlotnast verri titill, því ekki er aðeins um að ræða fyrsta
sögulega og fræðilega yfirlitið yfir bókmenntir Islendinga, svo
langt sem það nær, heldur setur höfundurinn fram hugmynd um
hvernig gera eigi fræðilega grein fyrir bókmenntum Islendinga og
leggur grunninn að síðari skrifum á þessu sviði. Svo merkilegt sem
það nú er þá er þetta rit svo til óþekkt og órannsakað. Maðurinn
sem á titilsíðu er sagður hafa tekið verkið saman, Nicolaus Petrus
Sibbern (1684-u.þ.b. 1729), prestur við höll danska konungsins í
Gluckstadt í Holstein, er einnig óþekktur, jafnvel meðal þeirra
sem leggja stund á íslenska bókmenntasögu, og upplýsingar um
hann er ekki að finna í algengum uppsláttarritum. Stöku heimild
fullyrðir í bókfræðilegum athugasemdum að Islendingurinn Jón
Thorkillius (1697-1759) sé höfundur ritsins að mestum hluta, en
hvergi er sett fram haldbær skýring á þessari nýju feðrun verksins,
eða hvers vegna Sibbern sé sagður höfundur á titilsíðunni og hver
sé þáttur hans í verkinu. I þessari grein ætla ég í grófum dráttum
1 Bls. 175-228 í fyrsta bindi ritsafns Johanns Carl Heinrich Dreyer, Monumenta
anecdota virorum post fata illustrium et clarorum. Forsetningin „um“ í þýðingu
titiisins er notuð með vilja, sbr. skýringu orðins IDEA í Nucleus Latinitatis,
latnesk-íslenskri orðabók Jóns Árnasonar frá 1738: „Munstur, Eptermynd,
it(em) afmalan eins hlutar i Huganum." „Hugmynd“ í þessari merkingu kemur
fyrst fyrir í ritmáli um aldamótin 1800. Varðandi mismuninn á hinu víða og
latneska bókmenntahugtaki 18. aldar og hinu þrönga hugtaki 19. aldar manna
vísa ég til Gunnars Harðarsonar 1994. Bókmenntahugtakið nú í upphafi 21. ald-
ar er farið að líkjast æ meir hugtaki 18. aldar manna, því þeir verða stöðugt færri
textarnir sem ekki er hægt að lesa sem bókmenntir.
Skírnir, 175. ár (vor 2001)