Skírnir - 01.04.2001, Side 91
SKÍRNIR HUGMYND UM BÓKMENNTASÖGU ÍSLENDINGA 85
orðanna, heldur samfélag lærðra manna sem skrifuðu ritgerðir og
bréf á latínu. Þótt allir væru þeir vel kristnir áttu ýmis önnur við-
fangsefni upp á pallborðið hjá þeim en kirkja og trú, ekki síst fyr-
ir áhrif frá rómverskum bókmenntum, sem Rómakirkja miðalda
hafði varðveitt. Það var umfram allt þessi öfluga hreyfing sem
gerði það að verkum að tungumál siðaskiptanna varð latína, en að-
eins í minna mæli þýska og aðrar þjóðtungur.
Árið 1552 var sendur hingað til lands embættismaður Dana-
konungs, Paul Hvitfeldt, til þess að stofna latínuskóla á biskups-
setrunum í samræmi við ákvæði hinnar nýju kirkjuordinansíu
Kristjáns III. I upphafi voru kröfurnar sem slíkir skólar gerðu um
latínukunnáttu íslenskum skólamönnum ofviða. Fyrstu tvo ára-
tugina eftir siðaskiptin voru skólameistararnir því yfirleitt dansk-
ir eða þýskir lærdómsmenn,3 „því hér var þá bágt að fá svo vel lat-
ínulærða íslenzka menn, sem þurfti, til að stipta og niðursetja vel
og skikkanlega einn almennilegan lærdómsskóla og ungdóminn
vel að uppfræða,“ eins og Jón Halldórsson segir í Skólameistara-
sögum.4 Með námsvist í lærðum skólum, einkum í Hafnarháskóla,
lærðu Islendingar þó fljótlega svo mikið í latneskum menntum að
þeir gátu gegnt þessum embættum sjálfir, og í samræmi við stefnu
biskupsins Guðbrands Þorlákssonar voru kennarar á stólskólun-
um framvegis íslenskir. Enginn vafi leikur á því að sú innlenda
bókmenning, er hér hafði verið ástunduð í meira en fjórar aldir og
hafði upphaflega borist til landsins með Rómakirkju og latneskum
menntum, gerði landsmönnum auðveldara um vik að tileinka sér
nýjungarnar frá meginlandinu.
Ekki var latínan síður mikilvæg í sagnfræði, en bókmenntasaga
var undirgrein hennar. Hin mörgu sagnfræðirit sem íslenskir
menn sömdu á 17. og 18. öld voru skrifuð á latínu, einkum vegna
þess að eftir siðaskiptin var latína húmanistanna sjálfsagður miðill
3 í Skálholti Ólafur danski (1553-55), Þjóðverjinn Hans Lolich (1557-61), bræð-
urnir Erasmus Willatzson (1561-64) og Christian Willatzson (1567-70) af gyð-
ingaættum, og Daninn Matthias (1570-75); á Hólum Daninn Hinrik.Lafranzson
(1552-56 eða síðar), Marteinn (frá 1556 eða síðar - 1569), Daninn Hans Gillen-
brun (1570-73).
4 Jón Halldórsson 1916:7.