Skírnir - 01.04.2001, Page 92
GOTTSKÁLK Þ. JENSSON
SKÍRNIR
vísinda og fræða í háskólum Evrópu. Þá skiptir ekki síður máli að
þegar miðstjórnarvaldið yfir Islandi færðist til Danmerkur í lok
14. aldar hættu íslendingar að geta notað móðurmál sitt í sam-
skiptum við stjórnvöld landsins. Danir töluðu afbrigði af norrænu
máli sem var ólíkt því sem talað var í Noregi og á íslandi, en auk
þess voru konungar ríkisins oft þýskumælandi og latína mikið
notuð í stjórnkerfi konungsríkisins. Frá upphafi 15. aldar tilheyrði
ísland því margtyngdu konungsríki þar sem fæstir þegnanna skildu
þá tungu sem hér var töluð. Sá tími var liðinn að íslendingar gætu
skrifað sögur konunga sinna á eigin tungu.
Aðferðirnar sem beitt var í húmanískri sagnfræði, er skrifuð
var fyrir hinn „lærða heim“ (orbis eruditus), gátu verið margvís-
legar og sá var einmitt styrkur hennar. Þegar litið er yfir ritstörf
Arngríms Jónssonar og Þormóðs Torfasonar, sem afkastamestir
voru í latneskri sagnaritun íslendinga á 17. öld og í upphafi þeirr-
ar 18., virðist sem íslensk bókmenntasaga hafi ekki verið fýsilegt
eða verðugt viðfangsefni. Ástæðan er sú að á 17. öld voru „íslensk-
ar bókmenntir“ tæplega til sem slíkar, heldur voru íslenskar sögur
(historiae) og kveðskapur (poesis) umfram allt heimildir fyrir
sagnaritara. Áherslan var lögð á að greina í sundur hvað væri
historia og hvað fabula í samræmi við vinnubrögð húmanískrar
sagnfræði. I safnritum sínum kemba Arngrímur og Þormóður ís-
lensk handrit í leit að fróðleik um sögu konunga og jarla á Norð-
urlöndum og víðar, en það var þá sú saga Norðurlanda sem mestu
máli skipti. Einnig fundu sagnfræðingar í þessum handritum upp-
lýsingar um nýja heiminn, einkum Grænland, en einnig Vínland
eða Ameríku, og síðast en ekki síst urðu íslensk miðaldarit einn
helsti grundvöllur þeirrar greinar sem nefndist antiquitates eða res
boreales, norræn fornfræði, sem fjölluðu um uppruna og úrkynj-
un tungumála, rúnir, heiðni, siðfræði, lifnaðarhætti fólks í Norð-
urálfu og annað slíkt, og tóku mið af svipuðum rannsóknum á
Forngrikkjum og Rómverjum.
Þótt leitin að heimildum sýnist eiga allan hug sagnaritara á 17.
öldinni og langt fram á þá 18. var staðreyndagildi bókmenntanna
sjaldnast eini mælikvarðinn sem latneskir menntamenn beittu á
þær. Rómverjar höfðu skapað sínar eigin bókmenntir á latínu með