Skírnir - 01.04.2001, Side 94
88
GOTTSKÁLK í>. JENSSON
SKÍRNIR
hvernig húmanistarnir notuðu með ólíkum hætti latínuna og
móðurmálið, en einnig um hvernig móðurmálsbókmenntir urðu
að ýmsu leyti til sem eftirmynd rómverskra eða öllu heldur grísk-
rómverskra bókmennta. Um svipað leyti var Ludvig Holberg
(1684-1754), helsti frumkvöðull danskra móðurmálsbókmennta,
að hefja rithöfundarferil sinn með því að skrifa satírur á dönsku í
anda Júvenals. Bókmenntasaga Falsters hafði að geyma ritgerðir
um latneska tungu, skóla og bókasöfn í Róm, og síðast en ekki síst
um rómverskar bókmenntir flokkaðar eftir greinum. Fyrirmynd
Falsters að efnistökum síðasta kaflans, bein eða óbein, er 10. bók
Institutio Oratioria, þ.e. kennslubók í mælskufræðum, eftir Róm-
verjann Marcus Fabius Quintilianus (35-eftir 96).6
Þessi rómverska bókmenntasaga varð fljótlega fyrirmynd
danskrar bókmenntasögu, þeirrar fyrstu, eftir Albert Thura
(1700-1740), sem einnig var samin á latínu og kom út í Hamborg
1723 undir nauðalíkum titli, Idea Historiœ Literanæ Danorum,
eða Hugmynd um bókmenntasögu Dana. Fyrstu bókmenntasagn-
fræðingar Dana höfðu sett efnið fram með sama hætti og Islend-
ingar, í æviþáttum eða bókalistum sem raðað var í stafrófsröð. Tit-
ill og efnistök í riti Thura bera skyldleikanum við rit Falsters svo
ljóst vitni að nánast er óþarft að taka fram að Thura var nemandi
Falsters í Ribe og tók sér fyrir hendur að skrifa bókmenntasögu
Dana, eins og hann segir í formála ritsins, „að fordæmi þess víð-
fræga Christians Falsters í Idea IIistoriæ Litterarice Romanorum
... til þess að útlista nokkurn veginn sömu mikilvægu atriðin í
bókmenntum Dana, sem hann hafði fjallað um hjá Rómverjum í
sínu riti.“7 Auk þess að vera bókmenntasaga er ritinu ætlað að
sanna að Danir séu ekki barbarar. Verkinu er skipt í tvo hluta.
Fjallar sá fyrri um danska tungu, grunnskóla, menntaskóla og há-
6 10. bókin er frægasti hluti ritsins og geymir yfirlit um bókmenntagreinar forn-
aldar, þar sem höfundur ber saman gríska og latneska höfunda í hverri grein, og
ráðleggur hinum unga mælskumanni hvað hann skuli lesa. Árið 1416 fann Flór-
ensmaðurinn Poggio Bracciolini slitið en heilt handrit af Institutio Oratoria í
gömlum klausturturni í St. Gall í Sviss. Eftir að textinn komst á prent náði hann
mikilli útbreiðslu og mótaði hugmyndir húmanista um menntun og skólastarf.
Aðgengilega útgáfu ásamt enskri þýðingu má finna í Butler 1921-22.
7 Sjá einnig æviþátt um Thura eftir Kornerup 1943:85.