Skírnir - 01.04.2001, Page 96
90
GOTTSKÁLK Þ. JENSSON
SKÍRNIR
de rebus antiqvis, de Philologia nostra, de Jure. etc. Þetta var snart hid
fullkomnasta af minum Collectaneis, og hafde kostad mig æred ómak.
Þetta brann allt upp, og hygg eg þad kunne alldrei aptur ad fást ...9
Af þessu átakanlega bréfi má ráða að Árni hefur verið að draga
saman efni í íslenska bókmenntasögu á latínu sem líkist að efnis-
tökum ritum Falsters og Thura, þ. e. a. s. umfjöllun um bókmennt-
ir eftir tímabilum (fyrir og eftir siðaskipti) og eftir lærdómsgrein-
um (um höfunda annála, fornfræðirita, verka um íslenska fílológ-
íu, lögfræði o.s.frv.). Jón Ólafsson úr Grunnavík, sem á fjórða
áratug 18. aldar átti eftir að taka saman efni um íslenska skóla og
bókmenntamenn að beiðni Thura,10 hefur eftir Árna að „ef út
kæmi fullkomin Historia Litteraria Islandorum, myndu aðrar
þjóðir undrast" (DKB Add 3 fol 54r). Ummælin eru lýsandi fyrir
þá samkeppni milli konungsríkja og hjálendna sem virðist knýja
áfram latneska bókmenntasöguritun á þessum tíma. Frekari til-
raunir við ritun íslenskrar bókmenntasögu biðu þó lærisveina
Árna, en þeir hófust samt ekki handa fyrr en þeir höfðu fengið til
þess beina hvatningu frá þýskum og dönskum lærdómsmönnum,
og varð þó ekki meira ágengt en að skilja eftir sig misjafnlega
ófullkomin handrit.
3. Starf Jóns Thorkillius hjá hallarprestinum í Gliickstadt
Einn þessara lærisveina var Jón Þorkelsson eða Jón Thorkillius,
eins og hann sjálfur kallaði sig, sem skráður var um tvítugt í Kaup-
mannahafnarháskóla í lok ársins 1717 og valdi sér að præceptor
privatus hinn íslenska prófessor Árna Magnússon. Jón var stúdent
við Hafnarháskóla á sama tíma og Albert Thura og sótti fyrirlestra
hjá sama prófessor, Hans Gram. Það var á háskólaárunum sem
Thura skrifaði bókmenntasögu sína, og verður að telja líklegt að
þeir Jón hafi þekkst eitthvað. Við vitum ekki ýkja mikið um vinnu
Jóns fyrir Árna eða í hverju samband þeirra var fólgið, en Jón seg-
ir í sjálfsævisögu sinni að þeir hafi oft verið samvistum. Gera má
9 Jón Margeirsson 1975:145-46.
10 Jón Helgason 1926:177-78.